Miðvikudagur í Esjunni

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Miðvikudagur í Esjunni

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44849
    Skabbi
    Participant

    Við Gulli granít gerðum okkur dagamun í gær, hættum snemma í vinnu og kíktum í Búahamra í Esjunni. Markmið dagsins var að finna og klifra leiðina Nálaraugað sem eitt sinn taldist til klassískra leiða.

    Þeir sem e-ntíman hafa rýnt upp í Búahamra vita sjálfsagt að þar lítur allt eins út, gilin eru hvert öðru lík og klettarnir milli þeirra allir tilbrigði við sama stefið. Nálaraugað á víst að liggja upp þröngt gil, eitt af ca. 50 á svæðinu.

    Eftir talsvert japl, jumm og fuður ákváðum við að spóla í eina skoruna sem allavega geymdi smá ís neðst. Ef þetta væri ekki Nálaraugað væri það ekki í fyrsta skipti sem ég villist í Esjunni.
    Leiðin reyndist ekki geyma meiri ís en fyrstu 10 metrana, eftir það tóku við brattar snjóbrekkur og íslaus klettahöft. Sérdeilis prýðilegt brölt og oft á tíðum spennandi en alveg örugglega ekki Nálaraugað.

    Eftir að upp var komið gengum við til vesturs eftri brúninni í leit að leið niður. Mikið er af stífum snjó í öllum giljum þannig að við fundum fljótlega leið sem við gátum niðurklifrað. Á leiðinni niður í bíl komum við auga á íslínu sem passað enn betur við leiðarlýsinguna, allavega var ís alla leið upp. Til þess að játa okkur ekki alveg sigraða fyrir völundarhúsi Búahamra græjuðum við okkur í snatri og spóluðum af stað. Leiðin reyndist hin besta skemmtun, ísinn góður víðast hvar í leiðinni og nóg af honum. Klifrið losaði 3. gráðu og vel það en mér segir svo hugur að þetta sé talsvert brattara í minni ís.

    Nú veit ég ekki hvort við römbuðum á hið rétta Nálarauga í þessum tilraunum okkar, en klifrið var allavega prýðilegt og ungmennafélgasstemmingin til fyrirmyndar.

    Allez!

    Skabbi

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.