Meira af flottum ís. Allt að gerast.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Meira af flottum ís. Allt að gerast.

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47390
  Páll Sveinsson
  Participant

  Ég og Guðjón Snær tókum okkur frí í gær og nýttum þetta einstaka tækifæri að Eyjafjöllin eru í topp aðstæðum.
  Í þetta sinn fórum við í Dreitil.

  http://picasaweb.google.com/pallsveins

  kv.
  Palli

  #54949
  Siggi Tommi
  Participant

  Palli greyið að reyna að hoppa inn í nútímann með því að sleppa fetlunum en svo grýtir hann bara tólunum niður fossinn… :)

  Maður verður kannski að fara að drífa sig þarna austureftir meðan frostið hangir svona.

  #54950
  0304724629
  Meðlimur

  Þetta eru glæsilegar leiðir undir Eyjafjöllum. Hér er líka allt í myljandi aðstæðum en engin er sólin. Fórum á þriðja í jólum eina klassíska á Óshlíðinni. Tæpir hundrað metrar og ekki nema 10 mín gangur að leiðinni. Reyndar var annar félaginn frekar framlár eftir gleði næturinnar og slepptum við efstu 30 metrunum sem eru vel í fangið, blautir og kertaðir.

  Svo er maður líka orðinn fetlalaus eins og Palli. Búinn að gera breytingar á gömlu öxunum og endurskíra þær Simond Dildo. Frekari breytingar í farvatninu…

  #54953
  2506663659
  Participant

  Þegar við Palli vorum að koma úr klifrinu í Dreitli mætti bóndinn á svæðið. Hafði áhyggjur af því að hann sá engin ljós uppi á brún og hélt því að við værum kannski í einhverjum vandræðum. Var víst búinn að vera að fylgjast með okkur allan daginn. Hann óskað eftir því að menn létu vita af sér á bænum þegar verið er að fara að klifara þarna, enda landeigandinn:).
  Beini því hér með til allra að láta vita af sér. Þetta er bærinn fyrir framan leiðirnar.

  Guðjón Snær

  #54954
  Freyr Ingi
  Participant

  Já það ætti nátturlega að vera siður allra klifrara að keyra heim að bæ og biðja um, og fá leyfi til að klifra í þeirra landi.
  Þessi umræða þarf svo ekkert að snúast um umgengnisrétt okkar eða nokkuð slíkt. Það er bara svo lítið mál, og sjálfsögð kurteisi, að banka upp á og segja til um hvert maður ætlar að fara þegar maður fer um land þar sem augljóslega er búið.

  Hvatning til allra klifrara að vera kurteisir! já og duglegir!

  Freysi

  #54955
  Siggi Tommi
  Participant

  Já, síðasta ísklifur ársins á mínum bæ var prýðileg ferð á gamlársdag í Óríon í Flugugili í Brynjudal með Arnari og Berglindi Shivlingtröllum.
  Ansi athyglisverðar aðstæður en nóg af ís, bara ekki sérlega samfelldur eða samvaxinn…
  Hendi inn myndum á morgun.

  #54956
  Páll Sveinsson
  Participant

  Humm IMG_0385.jpg

  #54957
  Skabbi
  Participant

  Bíddu bíddu! Kallinn kominn með nýjar axir!? Og nýjan hjálm!? kreppa hvað?

  Skabbi

  #54958
  Siggi Tommi
  Participant

  Myndir úr Óríon komnar á
  http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Orion31Des2009#

  Fyrir áhugasama þá varÝringur víðs fjarri því að vera í aðstæðum. Nánast enginn ís í stóra haftinu uppi. Sennilegar stórfellt vatnsleysi að hrjá greyið.

  #54959
  Gummi St
  Participant

  Palli flottur með heitustu græjurnar í dag!

  Flott sería úr Óríon Siggi.

  Vildi láta ykkur vita að það er bröltfært alveg inn að Glym, vorum að príla aðeins í gilinu í dag og fórum alveg innað hinum stóra, þar er allt hvítt af ís. Mikið stallað í svona sveppum auðvitað, hendi kannski inn mynd af þessu á eftir.

  kv. Gummi St.

  #54960
  Gummi St
  Participant
11 umræða - 1 til 11 (af 11)
 • You must be logged in to reply to this topic.