M10 Broddar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur M10 Broddar

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47332

  Ekki gaman að lenda í þessu í leiðslu.

  http://www.neclimbs.com/smf_bbs/index.php?topic=4552.0

  Ég hef bara aldrei heyrt um að frambroddarnir brotni, en það er greinilega hægt!

  kv. Ági

  #53823
  Smári
  Participant

  Shit! ég er á svona broddum, þeir hafa reynst mér mjög vel. Hef enga trú á að það sé galli í mínum þar sem ég hef notað þá í 3 ár.

  #53824
  0311783479
  Meðlimur

  Eg lenti i nokkud athekku i Isalp ferdinni til Rjukan her um arid. Tha brotnadi fremsti boltinn a rambo broddunum minum og their opnudust allir og nadu ekki neinni festu i isnum. Lukkulega var eg ad elta sidustu sponn dagsins.

  Norskur bilvirki aumkadi sig yfir mig og gaf mer ro og bolta sem eg festi saman og virkadi agaetlega sidan. Eftir thetta hef eg tho verid skeptiskur a brodda sem eru ur morgum samsettum hlutum.

  H

  #53825
  2006753399
  Meðlimur

  Það brotnaði hnoð í g12 broddunum mínum undir Hrútfjallstindunum í fyrra. Þeir eru komnir til ára sinna og eitthvað var lítið eftir af hnoðinu þegar það brotnaði. Þar sem þetta var páskatúrinn og veður með besta móti var prússik bandið skorið og hnýtt í gegn nokkra hringi. 7.9.13.. Ekki til eftirbreytni en það hélt og vel það.

  Mér finnst gamlir broddar semsagt ekki kúl lengur!

  #53826
  3103833689
  Meðlimur

  Herdís hörkutól lenti í lausum broddum 3m fyrir ofan skrúfu í Vallárgilinu fyrr í vetur. Spöngin sem er festir broddann á skóinn poppaði útúr festingunni og þar með hékk broddinn aðeins á böndunum utanum ökklann. Sem beturfer var réttur maður á réttum stað svo að allt fór vel :)

  **Takk svo fyrir frábært festeval**

  Bíð spennt eftir að Berglind og Arnar hendi myndunum okkar á netið *blikk blikk

  Kv Heiða

  P.s Sá á flubbaspjallinu að úr hafi fundist við Grafarfossinn 8 feb. Er einhver sem saknar úrs?

  #53827
  Robbi
  Participant

  Það heyrist öðru hverju að broddar brotni eða detti af mönnum í klifri. Ég lenti sjálfur í því um helgina að annar broddinn losnaði af mér en sem betur fer var ég 2m frá því að klára spönnina. Þetta klúður skrifast algerlega á mig það sem mér fannst broddinn ekki smellast nægjanlega fast á fótinn áður en ég lagði af stað. Ég nennti bara ekki úr vetlingunum og lét þetta duga.

  Til að koma í veg fyrir svona vesen skal skoða klifurbúnað reglulega og yfirfara eftir ferðir. Herða skrúfur á broddum, renna í gegnum línuna og athuga með skemmdir, athuga skrúfur í öxum, athuga ástand á karabinum. Þetta tekur ekki langan tíma og getur sparað manni mikið vesen og jafnvel komið í veg fyrir stórslys.

  Ef það eru míkrósprungur í einhverju af járnadóti hjá manni skal skipta því strax út. Hvort sem það eru karabinur, broddar eða axarblað. Bognum ísaxarblöðum skal henda strax, en ekki reyna að rétta það aftur. Leita skal eftir veikleika í kjarna línunnar (eins og línan sé klemmd eða marin).

  Þetta er allt saman öryggisbúnaður sem við viljum að virki 100%, og við viljum ekki að hann klikki þegar á reynir.

  Það má líka minnast á það að líftími slinga er skráður 5 ár frá framleiðanda. Nælon efni missa styrk með tíma og sérstaklega ef það verður fyrir mikilli UV geislun.

  Robbi

  #53828
  Skabbi
  Participant

  Þörf áminnig Robbi, þú verður ábúðarfyllri með hverju árinu sem líður.

  Ein spurning; hvernig þekkir maður „míkrósprungur“ frá öðrum sprungum?

  Skabbi

  #53829
  Robbi
  Participant

  Míkrósprungur eru hárfínar sprungur sem myndast í málminum á þeim stað sem mesta spennan er í efninu (td þar sem broddatönnin fór í sundur). Sprungurnar eru fyrstu merki um veikleika.

  Bottomline: SJáanlega sprunga = henda
  Robbi

  #53830
  Freyr Ingi
  Participant

  Ég fagna þessarri umræðu!

  Mér finnst sjálfum fólk vera allt of ragt við að fleygja búnaði sem annað hvort er kominn til ára sinna eða hefur hlotið hnjask.

  Þetta kostar pening EN þar sem þessi búnaður er bókstaflega líftaugin okkar ættum við að sjálfsögðu að fara með hann sem slíkann.

  Svo er nýr búnaður ekkert öruggur nema að hann fái eðlilegt viðhald og meðferð.

  Það eru engir aukakallar í þessu lífi og síðast þegar ég gáði var ekki í boði að seifa þannig að það er um að gera að spila seif!!

  F.

  #53831
  Anonymous
  Inactive

  Heiða mín!
  Takk fyrir kærlega að láta mig vita af þessu. Ég var í Grafarfossinum fyrir stuttu og sakaði úrs ákaflega. Það hefur sennilega brotnað pinni í armbandinu. Ég fór aftur nokkrum dögum seinna að leita en fann ekkert. Ertu með símanúmer á þeim sem fann úrið.
  Olli úrlausi S. 824-7195

  #53832
  3103833689
  Meðlimur

  Lítið mál Olli ;)

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
 • You must be logged in to reply to this topic.