Loco for Coco!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Loco for Coco!

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46505
  Skabbi
  Participant

  Það er varla að maður þori upp á dekk með svo lítilræði en…

  Við Gulli granít skelltum okkur upp í Esju eftir vinnu í dag, n.t.t í Kókostréð í Kistufelli. Í stuttu máli er Kókostréð sexy as ever, í fínum aðstæðum og klifrið var löðrandi fínt. Tilvalið skrepp eftir vinnu!

  Grafarfossinn var samt glataður, að því er virtist.

  Allez!

  Skabbi

  #53932
  Siggi Tommi
  Participant

  Góðir.
  Hefur alltaf ákveðinn sjarma þessi leið og ekki alltaf í aðstæðum.
  Beilaði nefnilega efst í henni fyrir mörgum árum og á því harma að hefna…

  #53933
  Skabbi
  Participant

  Ég held að Kókostréð sé jafnvel oftar í góðum aðstæðum en margan grunar. Amk var það alveg svellþykkt í gær.
  Annars er þessi leið svo stílhrein og flott að hún ætti að vera ofarlega á tikklista allra klifrarar á suðvestur horninu.

  Allez!

  Skabbi

  #53934
  Robbi
  Participant

  Flott leið, tek undir með Skabba Þetta á að vera á tikklistanum.

  robbi

  #53935
  Ólafur
  Participant

  Eitt sinn fyrir margt löngu klifraði ég þessa ágætu leið. Það er svosem ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að þegar ég er kominn efst í leiðina og farinn að sjá til lands þá kemur í ljós ca 30 cm þversprunga gegnum kertið. Kertið hafði semsagt sunkað niður og stóð uppá endann (eins og kerti eiga náttúrulega að gera).

  Þessa dagana sveifla ég exi mest við skógarhögg.

  Svo klifraði ég náttúrulega Ópið líka 1994 en gleymdi bara að segja frá því og filman sneri öfugt í myndavélinni.

  #53936
  Sissi
  Moderator

  Ég var með í þessari ferð upp Ópið með Óla Ragga og þá var heil spönn af WI6 pillari þarna fyrir ofan sem við fórum á hlaupandi tryggingum, leiðin er í mjög léttum aðstæðum núna. Það er líka svindl að nota svona góðar skrúfur, við þurftum náttúrulega að torka þær og klifruðum því með stórt átaksskaft sem við fengum lánað á dekkjaverkstæðinu í Mosó. Á toppnum gæddum við okkur á 3 malt í gleri á mann og heilu hangilæri.

  Ahhh – gúd ól deis.

  Sissi

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.