Klifurhúsið lokað yfir jólin

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klifurhúsið lokað yfir jólin

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46588
  2806763069
  Meðlimur

  Slæmu fréttirnar eru þær að klifurhúsið verður lokað yfir hátíðirnar. Síðasti opnunardagur er mánudaginn 22. des.

  Góðu fréttirnar eru þær að yfirsmiðir Klifurhússins munu vinna baki brottnu öll jólin við að koma upp tveimur nýjum veggjum.

  Foreldrar meðal klifrara verða ánægðir að heyra að til stendur að setja upp barnavegg og aðrir klifrarar munu gleðjast yfir nýjum fullorðins vegg.

  Klifurhúsið óskar klifrurum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Vonumst til að sjá sem flesta dinglandi í veggjunum 2004.

  Opnum aftur 2. jan klukkan 17:00!

  Stjórn og starfsmenn KH

  #48253
  1802862769
  Meðlimur

  Frábærar fréttir en
  munuð þið þurfa einhverjar aukahendur í smíðina?

  #48254
  2806763069
  Meðlimur

  Auka hendur, frítt vinnuafl!
  Ég skal kanna það við yfirsmiðin okkar. Annars ætlar Ísalp líka að gera skurk í að klára efrihæðina og þar verður þörf á aðstoð. Ef til kemur sendi ég út hjálparbeiðni hér á netinu.

  Þakka gott boð!

  Ívar

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.