Klifrað á Kjálkanum

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifrað á Kjálkanum

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46192
  1306795609
  Meðlimur

  Best að skjóta inn nokkrum línum héðan af Kjalkanum – þar sem kreppa og hláka er ekki til… Við Rúnar Óli og Örvar Dóri opnuðum nýtt ísklifursvæði á sunnudaginn. Það er skemmtilegt að segja frá því að svæðið sést bæði úr stofuglugganum hjá mér og Rúnari, segi ekki meir. Til marks um driftina þá var ég að koma þarna í 2. skipti en Rúnar, sem er á 47. aldursári, ef mér skjátlast ekki, og búinn að hýrast hérna alla sína tíð hafði aldrei, aldrei, aldrei komið þarna áður! Vegna ýmssa vandamála fórum við bara eina leið þennan dag. Hver kannast ekki að líða eins og maður sé í tölvuleik sem maður vill bara hætta í og byrja upp á nýtt? En klifrið var hörkugott og leiðina köllum við Dreggjar dagsins WI4, 50m. Við skellum inn myndum við gott tækifæri. Svo er óvenju mikil stemmning fyrir Ísfestivali, á ekki að mæta?

  #53506
  0304724629
  Meðlimur

  Smá leiðrétting. Ég er ekki 47 ára heldur 48 ára. Þessi ,,ýmsu vandamál“ sem sem Bleiki minnist á voru þau að hann gleymdi línunni í bílnum. Svo við vorum bara með einn spotta. Kom þó ekki að sök. Við erum svosem búnir að klifra meira og driftin ekki verið svona mikil í nokkur ár. Fórum líka nýja leið á Óshlíðinni um daginn sem ekki var skírð (WI4) og svo hefur myrkrið líka verið nýtt til að brúka tólin. Stefnt er að því að fara tvær nýjar leiðir á leynistaðnum á sunnudaginn.

  Já, og svo er verið að kanna nýjar grundir fyrir ísfestival, tala við bændur, heyra í heimamönnum og allt….

  #53507

  Snilld! Frábært að vita til þess að menn eru að taka þetta alvarlega og undirbúa festival langt fram í tímann. Get ekki beðið eftir að komast norður (til Íslands) og svo vestur og hamra ísinn. Ísfestival here I come…

  #53508
  Anonymous
  Inactive

  Strákar þið eruð alveg frábærir. Um að gera að hafa þetta algert leyndó þar sem engin er þarna að klifra nema þið. Góðir!!!!

  #53509
  Siggi Tommi
  Participant

  Hljómar vel.
  Mig grunar hvaða svæði þið eruð að tala um fyrst þetta er sýnilegt úr bænum. Var í stuttri vinnuferð á Ísafirði í apríl í fyrra og var þá að horfa þarna í kringum bæinn með ísleit í huga…

  Er nóg af nýjum svæðum þarna kringum ykkur fyrir leiðasníkjana að sperra sig í?
  Eða væri sniðugt að fara eitthvað afskekktara á Kjálkanum, t.d. Arnarfjörðinn, Barðaströndina eða Gilsfjörðinn?

  Hvað með möguleika á mixklifri? Eitthvað búið að gera umfram það sem Krister Svíi fór á Festivalinu um árið.
  Einhver gáfuleg brött gljúfur/gil sem gætu gefið eitthvað í áttina að því sem við vorum í fyrir austan í fyrra?

  #53510
  0304724629
  Meðlimur

  Hér er alveg nóg til að spreyta sig á, bara hérna í næsta nágrenni. Við erum samt að skoða svæði eins og Arnarfjörð og Barðaströndina fyrir festivalið.

  Við erum nú ekki mikið í mixi hérna í sveitinni. Sjálfsagt er eitthvað slíkt að finna. Það vantar bara fleiri hendur til að fara í slíka landkönnun.

  rok

  #53511
  1506774169
  Meðlimur

  Fyrir þá sem ekki vita þá er dalur í Gilsfirði sem heitir Ólafsdalur. Ef gengið er inn dalinn og beygt til vinstri í dalbotninum eru nokkur stór íshöft sem væri eflaust gaman að skoða. Þau eru nánast í algeru skjóli bæði fyrir vindi og sól enda haldast þau langt fram eftir vori. Fínt er að leggja við gamla skólahúsið og labba þaðan en þetta er svona 30 mínútna labb. Held að enginn hafi skoðið þetta með klifur í huga, rakst á þetta þegar ég var á rjúpu fyrir nokkrum árum :)

  #53512
  Gummi St
  Participant

  Ég keyrði Barðaströnd fyrir nokkru og var að hugsa um klifurleiðir, fann þó ekkert afgerandi en mig langar að prufa að koma á Patró í frosti þar sem ég kom auga á nokkrar hugsanlegar WI4 leiðir við Kleifaheiðina.

  Var líka á austfjörðum í vikunni og sá nokkrar djúsí alpalínur gegnum þokubakkanna á Reyðarfirði, bæði innst í Reyðarfirði og eins f. ofan Eskifjörð á leið í Oddskarð.

  kv. Gummi St.

  #53513
  1306795609
  Meðlimur

  Jæja ekkert klifrað fyrir vestan um helgina (svo ég viti til) þrátt fyrir fínar aðstæður. En það er hægt að segja sögur fyrir því. Er búinn að setja upplýsingar um hinn dularfulla leynistað inn á mínar síður sjá: http://www.isalp.is/art.php?f=84 . Það er mín von að við dettum ekki úr taktinum núna og náum einhverjum leiðum í viðbót áður en vorar.

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
 • You must be logged in to reply to this topic.