Keppni í Jósefsdal

Home Umræður Umræður Klettaklifur Keppni í Jósefsdal

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45208
  2005774349
  Meðlimur

  Ég ætla að forvitnast um hvernig keppnin í Jósefsdal fór fram.
  Ég komst sjálfur ekki vegna blíðviðris á Hnappavöllum.
  Hvernig fór hún fram?

  Stefán Steinar Smárason (stóri maðurinn sem lumbrar á fólki sem gengur ekki vel um Hnappavelli) bað mig að koma þeim tilmælum til þeirra sem hyggjast halda austur um helgina, að taka með sér vatn því áin er svo aurug. Stebbi ætlar ekki að bjóða upp á vatn þessa helgina.

  Bestu kveðjur,

  Hjalti.

  #48905
  0309673729
  Participant

  Keppnin féll niður vegna þátttökuleysis, enginn keppandi skráði sig.

  kveðja
  Helgi Borg

  #48906
  Siggi Tommi
  Participant

  Smá komment um formgalla í auglýsingu.
  Hvernig getur verið að eitthvað falli niður vegna skráningarleysis, þegar tekið er sérstaklega fram í auglýsingu um atburðinn að skráning sé óþörf?
  Hefði reyndar ekki komist sjálfur en taldi mig vita af nokkrum sem ætluðu að mæta…
  Ójæja, gengur betur næst!

  #48907
  0309673729
  Participant

  Við þennan dagskrárlið var skráning. Á mánudagskvöldið hafði enginn skráð sig. Þá var keppnin blásin af og skráningin jafnframt tekin af.

  Það er deyfð yfir klúbbnum, hvað sem veldur.

  Ég hvet fólk til að taka þátt í tveimur næstu dagskrárliðum klúbbsins!

  kveðja
  Helgi Borg

  #48908
  0311783479
  Meðlimur

  Ég held að þessar vikurnar séu margir í sumarfríi og staddir einhvers staðar (vonandi) langt frá tölvum þannig að þetta er ekki gott dæmi um hvort líf sé í fjallamönnum eða ekki :o)

  Fyrst ég er nú á annað borð farinn að skrifa þá er gott að tappa aðeins af tuðinu…
  Ég Steppo litum við á Hnappavöllum á fimmtudeginum í síðustu viku og aðkoman var ekki fögur. Einhverjir sem greinilega hefðu gott af því að vera kjöldregnir í Skeiðará höfðu tjaldað þarna, för eftir 2 tjöld etv. dags gömul, því Stymmi og Einar-lobster-Ísfeldur hjá Fjallaleiðsögumönnum höfðu litið við á þriðjudeginum eftir verslunarmannahelgina og enginn þá. Einhver afbrigðilegheit hafa tekið sig upp hjá þessum gestum á Hnappavöllum því þeir höfðu verið að dunda sér við það að kveikja í plastflöskum og áldósum úr safngrindinni, lá þetta sem hráviði um tjaldstæðið. Óskapnaðinum er ekki lokið því þegar við litum inn á kamarinn þá höfðu þessi snillingar ákveðið að best væri að dömpa hálf-étnu nesti inn á kamarinn, hvernig sem þeim datt það í hug.
  Við Steppo eyddum góðum tíma í að hreinsa til eftir þessa spellvirkja og öðrum eins tíma í að finna mögulegar ástæður fyrir þessum gjörningi. Það er einlæg von mín að hér hafi ekki verið um klifrara að ræða, heldur bara einhverja „óbreytta“ landníðinga, því ef svo er ekki þá er illt í efni fyrir sportið og best fyrir þá sem hafa lagt vinnu í bolta leiðirnar að fara að hugleiða að taka boltana burtu ef þetta er þakklætið.

  Jæja ef einhver veit upp á sig skömmina sem les þetta þá hefðir þú gott af því að hugleiða kjöldregningu, veit um trausta menn sem framkvæma slíkt. Þú getur haft beint samband við vefnefnd@isalp.is og þeir line-a þessu upp eins og skot.

  -góðar stundir
  Halli

  #48909
  Siggi Tommi
  Participant

  Gott verk hjá ykkur fóstbræðrum. Var ekki allt í gúddí á öðrum svæðum á Völlunum? Skemmdarvargar nenna nú varla að brölta langt inn eftir hömrunum til þess eins að vera með leiðindi.

  Verð að játa á mig þetta verk, ég er með fettish (heitir víst „blæti“ á íslensku sálfræðimáli) fyrir því að brenna endurvinnsludósir og að gróma út krossviðarkamra með nesti sem ég hef ekki lyst á að klára þá stundina. Hef líklega gert þetta í svefni… :)

  Trúi varla að þetta hafi verið prílarar að verki! Er annars maður í að redda spotta og dráttarvél í kjöldráttinn hans Halla…

  #48910
  0311783479
  Meðlimur

  Við skoðuðum ekkert meira en bara tjaldstæðið, vona að annars staðar hafi allt verið í sómanum

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.