Íslandsmótið í Boulder

Home Umræður Umræður Klettaklifur Íslandsmótið í Boulder

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45679
  2003793739
  Meðlimur

  Þar sem boulder er fyrir löngu orðið keppnisgrein erlendis var ákveðið á síðasta aðalfundi Klifurfélags Reykjavíkur að halda Íslandsmót í boulder.

  Föstudaginn 2. apríl verður Íslandsmótið í boulder í Klifurhúsinu. Mótið byrjar kl. 1900 og stendur til 2100.

  Keppt verður í flokkum karlar 16 ára og yngri, karlar 16 ára og eldri og kvennaflokki.

  Björn Baldursson setur upp leiðirnar og vegleg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum.

  Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og gleði um kvöldið.

  Skráning er í afgreiðslu Klifurhússins og er keppnisgjald 500 kr.
  Keppnisrétt hafa allir þeir sem eru í Klifurfélagi Reykjavíkur (núverandi og fyrrverandi korthafar) eða sambærilegum félögum.

  Nánari upplýsingar í afgreiðslu Klifurhússins og í síma 660-1584.

  F.h. Klifurhússins
  Halli

  #48634
  0704685149
  Meðlimur

  Sæll,
  Viljið þið að fólk keppi eða er þetta bara svona innanfélagskeppni eða er nóg t.d. að vera í Kattavinafélagi Reykjavíkur því það er sambærilegt félag? Í því félagi eru eigendur nokkurra frægra klifurkatta!

  kv.
  Bassi

  #48635
  2806763069
  Meðlimur

  Félagamálið er reyndar ekkert grín. Við nennum nefnilega ekki að hafa of mikið af fólki sem hefur jafnvel aldrei klifrað áður og sýnri íþróttinni lítilsvirðingu með því að keppa í henni.
  Ég veit að þetta hljómar fráhrindandi en segi einnig að stefnt er að því að allir sem hafa hið minnsta erindi á mótið geti skemmt sér vel, við viljum bara ekki fólk sem kemst ekki af jörðinni í léttustu vandamálunum og veit ekki hvað túttur eru.

  Það er nú einu sinni þannig að maður sér ekki fólk sem meikar ekki 100m að keppa í frjálsum, því miður hefur þannig fólk hinsvegar af einhverjum ástæðum séð ástæðu til að keppa í klifri (sem er þegar öllu er á botninn hvolft miklu sérhæfðari íþrótt en frjálsar (ekki satt Olli)).

  Það væri hinsvegar ákaflega gaman að sjá keppendur frá öðrum félögum, eins og Akureyri, Björk og Ísafirði eða Selfossi. Á öllum þessum stöðum eru veggir og vonandi eru einhverjir að æfa í þeim.

  #48636
  0704685149
  Meðlimur

  Til þess að losna við svona púka-komment eins og frá mér þá er auðvita best að setja strax inn skýrar reglur um hver má keppa og hver ekki. (Eða loka fyrir aðganginn minn á ISALP).
  Í stað þess að auglýsa keppnisréttinn það loðið, sem virðist vera gert til að ekki að styggja neinn og virðast leyfa öllum að vera með. En vera samt með höft en vita samt að aðilum sem eru ekki í félaginu en eru samt góðir í klifri og þið munduð vilja fá til að keppa!!! Þannig lítur þetta út í mínum augum.
  Þetta er fámenn íþrótt á Íslandi og þið eigið hrós fyrir að halda í henni lífi hér á landi. Klifurhúsið er frábært framtak af ykkar hálfu. En þið hafið ekki efni á því að byggja múra í kringum ykkur.
  Það er mín skoðun.
  kveðja
  Bassi

  #48637
  0310783509
  Meðlimur

  hvad kom fyrir gamla goda andann ad keppa ekki nema madur eigi sens, tessi vera med olimpiu andi er ekki alveg ad meika tad og tess vegna voru fundnir upp byrjenda- og forgjafarmot.
  Eg var allavegana alinn upp med ta hugsun ad ef tu att ekki sens a ad vinna ta att tu bara ad skammast tin og aefa meira en ekki gera tig ad fifli fyrir framan of mikid af folki, med tad ad leidarljosi ta tarf ekki ad taka fram hversu godur keppandi tarf ad vera til ad keppa tvi madur veit tad best sjalfur hvernaer mans timi er kominn og ef tu tarft ad spyrja ta myndi eg bara halda afram ad aefa eins og undirritadur.

  klifurkvedjur
  Einar brotni

  #48638
  0704685149
  Meðlimur

  Svo komu sterarnir…

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.