Ísklifursvæði!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifursvæði!

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45431
  Anonymous
  Inactive

  Ég fór á Geitlandjökul í dag og keyrði í gegnum Húsafell upp á Kaldadal. Um 1-2 km fyrir ofan Húsafell á hægri hönd er ótrúlegt gil með ísleiðum af öllum stæðrum og gerðum. Ég fór ekki inn í gilið en það er á hægri hönd þegar keyrt er í norður framhjá Húsafelli. Þetta gil heitir Teitsgil og ráðlegg ég klifrurum sem hafa áhuga á að æfa sig fyrir ísfestival endilega að prufa þennan kost. Þetta er tveggja km gangur frá veg sem ætti nú ekki að drepa menn. Ég sá fleiri staði þarna því Bæjargilið beint fyrir ofan Húsafell sýndist mér vera með ágætist ísleiðum. Það voru einnig 2-3 gil vestan á hægri hönd í dalnum c.a. 10 mín áður en maður kemur upp í Húsafell. Þeir sem vilja frumfara leiðir ættu endilega að líta þarna upp eftir. Í dag var 8 stiga frost þarna svo hitastigið þarna er aðeins annað en hér í bænum.
  Ísklifurkveðjur Olli

  #51086
  Gummi St
  Participant

  já, ég man eftir að ég var að horfa á nokkur gil þarna þegar ég fór á þórisjökul í haust, þegar birkitrésferðin átti að vera… það var aðeins byrjað að grána í þessu þá, gæti vel trúað að þetta sé blússandi núna..

  kveðja,
  Gummi

  #51087
  Anonymous
  Inactive

  Við sáum þetta frá veg og reyndust vera ansi margar bláar og mjög fallegar línur þarna. Það er hins vegar dálítið erfitt að dæma um það þegar maður sér þetta fá í tveggja km fjarlægð. Gæti hugsast að þetta sé hreint rosalegt eða bara rétt ok. Þetta lofar samt mjög góðu þar sem þetta er talsvert hátt uppi og snýr í norðvestur og ætti að vera ís þarna þó svo að það hláni hér niður við sjóinn.

  #51088
  2802693959
  Meðlimur

  Hef löngum mænt upp í þetta gil á ferð um svæðið. Nú síðasta í dag á leið ofan af Langjökli, þar sem nótebene var blankalogn í dag … já! Útivera er í prentun.
  kv,jgj

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.