Ísklifurfestivali frestað

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestivali frestað

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45727
  0405614209
  Participant

  Íslaust, rok, rigning og hiti um allt land.

  Jæja, nú virðist fokið í flest skjól og nokkuð ljóst að fresta verður fyrirhuguðu Ísklifurfestivali um ófyrirsjáanlegan tíma.

  Staðfestar heimildir herma að á austur-, suður- og norðurlandi sé algjörlega íslaust. Ég talaði rétt í þessu (fimmtudagur kl. 08:15)við Rúnar Óla á Ísafirði og hann segir að það sé einhver ís á svæðinu en við vorum sammála um að veðurspá fyrir helgina væri vonlaus.

  Stjórnin hélt fund í gær og fór yfir allar upplýsingar sem fyrirliggjandi voru og það virðist ekki annað til ráða en að fresta hátíðinni.

  Kveðja
  Halldór formaður

  PS. Umræðusíðurnar eru tilvalinn vettvangur til að skiptast á skoðunum um hvernig best er að haga framtíðarundirbúningi fyrir Ísklifurfestival. Á t.d. að stefna á að tímabilið sé haft opið (jan-apríl) og ef aðstæður góðar að festivalinu sé smellt í gang með 5-7 daga fyrirvara? Tillögur og umræður eru hið besta mál.
  HK

  #47740
  1709703309
  Meðlimur

  Í ljósi síðustu tveggja ára hljómar þetta ágætlega að hafa einhvert tímabil undir þennan dagskrárlið. Vill þó bara nefna að hugsanlega væri betra að þrengja tímabilið. Þannig losnaði dagskrárnefnd við að hafa þetta hangandi yfir sér 1/3 af árinu og auðveldaði klúbbfélögum að skipuleggja sig. Held að heillavænna væri að halda sig við einhvern góðan mánuð t.d. febrúar sem undir eðlilegum kringumstæðum ætti að vera traustur.

  Sé fyrir mér auglýsinguna í dagskrá:

  Ísklifurfestival einhver helgi í janúar, febrúar, mars eða apríl ….

  betra væri þá;

  Ísklifurfestival helgi í febrúar

  Með kveðju,

  Stefán Páll

  #47741
  Páll Sveinsson
  Participant

  Fyrstu árin sem festivalið var haldið var oft tvísint um aðstæður.
  Þetta tókst samt alltaf og ég man ekki eftir að hafa fengið heilt festival í góðu veðri. Það var þó alltaf vetur.
  Ef bjóða á erlendum gestum getur verið erfitt að skella þessu á með 5-7 daga fyrirvara.

  Palli

  #47742
  0405614209
  Participant

  Ég man í gamla daga þegar það snjóaði á veturna og það voru himinháir skaflar á götunum í bænum og það var jafnvel hægt að skíða í Hveradölum og stundum bara þar því að það var ófært á aðra staði.

  Annars eru þessir hlýindakaflar alveg ótrúlegir og óútreiknanlegir og því erfitt að bjóða hingað erlendum gestum, eins og þú talar um Palli, og því væntanlega best að reyna að festa einhverja dagsetningu fyrir hátíðina. Versta sem gerist er að þetta verði eins og núna og það verði að fresta öllu.

  Svo væri etv hægt að hafa þetta eins og á jólunum. Hafa Ísklifurfestival hið meira sem væri skipulagt með löngum fyrirvara og svo hið minna sem væri meiri skyndiákvörðun og meira stílað á þetta eins og klúbbferð???

  Með bestu kveðju
  Halldór

  #47743
  0309673729
  Participant

  Ég er á því að við ættum að halda okkur við þessa dagsetningu áfram, þeas. síðustu helgina í febrúar. Þetta er jú í fyrsta skipti síðan við byrjuðum sem ekki er hægt að halda festivalið nokkurnstaðar á landinu vegna ísleysis og veðurs. Við ættum hinsvegar kannski að hafa marga staði í sigtinu í einu og ekki taka ákvörðun stað fyrr en með nokkurra daga fyrirvara.

  Að sjálfsögðu eigum við einnig að reyna að hafa fjölmennar ísklifurferðir á öðrum tímum þangað sem fólk vill fara.

  #47744
  0703784699
  Meðlimur

  Frábært að hafa svona fasta dagsetningu og þá halda sig við síðustu helgi í febrúar. Ef maður getur gengið út frá því að festivalið sé á þessum tíma þá eru minni líkur að maður bóki annað á þeim tíma. Ef festivalið aftur á móti ákvarðast við einhverja 5 manna stjórn ár hvert þá verður of mikill hringlandaháttur á þessu. Er það ekki með alla stór-viðburði úti í heimi að þeir eru alltaf á einhverjum vissum tímum?
  Greiði mitt atkvæði fyrir að halda þetta ALLTAF síðustu helgina í febrúar um aldir alda. Eða er þetta ekki komið til að vera? Himmsi

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.