Ísklifurfestival

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestival

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47563
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það næsta sem kemst því að klifra flottan ís er að tala um ísklifur.

    Frábært kvöld.
    Takk fyrir mig.

    kv
    p

    #56348
    Siggi Tommi
    Participant

    Var ekki búið að banna þér að tjá þig á spjallinu um miðja nótt, PS? :)

    Alla vega já, takk fyrir mig. Fínasta teiti.

    En eftir þynnkadag á laugardag í boði hvítvíns og hrárra sjávarafurða, þá varð að gera eitthvað gáfulegt sem sárabót fyrir festivalið sem ekki varð.
    Við Arnar Emils skelltum okkur því í NV-vegginn á Skessuhorni og þrusuðum upp Rifið í miklu kófi og hressleika. Fullt af dvergvöxnum púðurbunum sem urruðu í smettið á okkur og stundum kæfandi skafrenningur svo úr varð ekta alpafílingur eins og markmiði var.
    Upp komumst við og klifruðum til jafns mosaskæni, ísfrauð og klettanibbur því lítið af heillegum ís er á svæðinu (Eystrigróf og Skessusæti eru mjög þunnar).
    Tryggingar voru fengnar víða að úr forðabúri alpinistans, spektrur, fleygar af ýmsum stærðum, slingar yfir horn, vinir og hnetur (fæst af þeim af háaum kalíber á hverjum tíma reyndar…).
    Þetta var temmilega erfitt fyrir okkur enda markmiðið að komast í smá alpatvist með fleygahömrum og almennu söfferi. Var taugatrekkjandi á köflum en þó bærilegt ef maður náði að jóðla inn einhverju glingri ekki fjarri krúxunum.
    Vorum næstum hættir við undir leiðinni vegna snjóflóðahættu og skítviðris. Fegnir að hafa drifið okkur upp.
    Rifið er klárlega fínasta ævintýri þegar ís er með minna móti. Mælum með þessu

    Myndir komnar á:
    https://picasaweb.google.com/hraundrangi/Rifi13Februar2011#
    Myndum frá Arnari bætt við núna kl. 18:30 (14. feb)

    #56350
    Sissi
    Moderator

    Þakka sömuleiðis fyrir frábært festival. Og Siggi ég held að þú hafir misskilið þetta eitthvað, niðurstaða umræðna var að menn ættu að pósta meira á nóttunni og að HHH yrði leigupenni vefsins, svo það væri nú eitthvað gaman hérna.

    Fínar myndir, harka í ykkur að spóla í þetta í skítaveðri og slöppum aðstæðum.

    Sissi

    #56351
    0311783479
    Meðlimur

    Þetta litur ut eins og „godur skoskur dagur a fjollum“. Flottar myndir, enda myndar menn!

    Kvedja
    Halli

    #56354
    Siggi Tommi
    Participant

    Talandi um Skotland, þá fann ég þetta prýðilega vídeó af skosku mixklifri.
    http://www.petzl.com/us/outdoor/petzl-tv/videos/mountaineering/ice-climbing-ben-nevis
    Óvenju flott vídeó verð ég að segja.

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.