Ísklifurfestival 2013

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestival 2013

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44562
  Arni Stefan
  Keymaster

  Jæja kæru félagar, þá fer að styttast í ísklifurfestivalið.
  Eins og margir hafa líklega heyrt verður festivalið haldið í Kaldakinn þetta árið og á hefðbundnum tíma, þ.e. aðra helgina í febrúar sem núna hittir á 15.-17. febrúar.

  Festivalið var komið inn á dagskrána en nú er búið að bæta við möguleika þar til þess að skrá sig. Það væri vel þegið ef þeir/þær sem eru ákveðnir í að mæta skrái sig. Það mundi auðvelda okkur í stjórninni og heimilisfólki að Björgum að sjá hversu margir stefna á að mæta og þá hægt að gera viðeigandi ráðstafanir ef stefnir í met mætingu.

  Verð á gistingu er ekki búið að negla niður en það kemur væntanlega sem fyrst og mun auglýst síðar.

  Stuðkveðjur frá stjórn með von um að veturinn fari að kíkja aftur í heimsókn!

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.