Ísklifur námskeið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur námskeið

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47156
  2806763069
  Meðlimur

  Halló

  Minni á Ísklifur I sem hefst á bóklegu kvöldi í næstu viku. Einn þegar skráður. Þetta ætti að geta orðið hörku námskeið sem hægt verður að halda í vatnsís – nema allur ísinn detti niður næstu daga.

  Ísklifur II er svo í seinni part mánaðarins og enn hægt að skrá sig á það.

  Einnig vert að vekja athyggli á því að verðlagning námskeiðan er þannig að það einfaldlega borgar sig að vera meðlimur í Ísalp. Ísalp aflsátturinn fer langt í ársgjaldið og er í sumum tilfellum ríflega ársgjaldið.

  Svo eru allar líkur á að við munum keyra uppáhalds námskeiðið mitt um páskana – 6 daga fjallamennsku námskeið sem tekur á flestum þáttum þess sem við gerum hér á Fróni. Hvet alla sem hafa hinn minsta snefil af áhuga á að læra meira til að skrá sig á það. Auðvitað kennt í uppáhalds landshlutanum mínum líka, Öræfunum.

  Menn hafa einnig verið að sýna fjallaskíðanámskeiðunum okkar meiri áhuga en oft áður. Enda gríðarleg vakning í fjallaskíðun á Íslandi, sem er gott. Það er hinsvegar smá misskilningur í gangi með það – við kennum fólki ekki á skíði – fjallaskíðanámskeiðið er fyrst og fremst öryggisnámskeið þar sem farið er í helstu grunn þætti í mati á styrk snjóalaga, félagabjörgun úr snjóflóðum (ýlaleit og notkunn stangar og skóflu) og leiðarval. Auðvitað ræðum við svo eitthvað smá um tæknina á uppleiðinni og leiðarval bæði á upp og niðurleið. Fólk á brettum er líka velkomið á þetta námskeið. Við getum jafn vel leigt þrúgur fyrir brettamenn og konur.

  Fyrir þá sem vilja eitthvað meira um skíðin bendi ég á skíðagengið okkar sem er reyndar ekki hluti af samstarfinu við Ísalp. Ætti kannski að vera það?

  Frekari upplýsingar er að finna í dagskrá Isalp hér á síðunni og á http://www.fjallaleiðsgogumenn.is.

  Góðar stundir!

  #57420
  2806763069
  Meðlimur

  Vegna ótímabærar hláku hefur verklegum hluta Ísklifurs II verið frestað um óákveðin tíma. Fyrir þá sem hafa áhuga á því námskeiði er því enn tækifæri að skrá sig (ég hef þá bara annað bóklegt undirbúningskvöld fyrir þá sem koma nýir inn). Sendið mér þá bara linu og ég hef ykkur inni í loopunni um nýja dagsetningu.

  Svo minni ég á að fjallaskíðanámskeiðið sem er sett á 28. og 31. mars er þegar staðfest og því eru allir hjartanlega velkomnir. Umfjöllunin er nú sem fyrr fyrst og fremst um öryggismál á þessu námskeiði.

  Góðar stundir,
  Ívar: ivar (hjá) mountainguides.is

  #57448
  2806763069
  Meðlimur

  Ekkert gáfulegt að gerast í veðrinu um helgina, þannig að Ísklifri II er frestað – AFTUR!

  Góðar stundir,
  Ivar

  #57490
  2806763069
  Meðlimur

  Jæja, hefur einhver einhverjar fréttir af hvað gæti mögulega enn hangið uppi af ís í nágrennig við höfðuborgina??

  Einhver sem hefur t.d. átt leið um Bröttubrekkur?

  #57581
  2806763069
  Meðlimur

  Það er mér sönn ánægja að tilkynna að flaggskipið í námskeiðun ÍFLM & Ísalp. Almennfjallamennska verður haldin þetta árið dagana 5. – 10. apríl.

  Enn nokkur sæti laus.

  Nánari upplýsingar hér:
  http://www.fjallaleidsogumenn.is/Namskeid/TourItem/234

  Góðar stundir!
  Ívar

  #57669
  2806763069
  Meðlimur

  Námskeiðið Almenn fjallamennska var haldið síðustu páska með 6 þátttakendum. James McEwan var leiðbeinandi og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að nemendur höfðu bæði gagn og gaman að. Síðan síðast hefur verið bætt einum degi við námskeiðið og var auka tíminn nýttur til að fara upp í Öræfajökul með tjöld, gista eina nótt og gera þar æfingar í snjó.

  Fjallaskíðanámskeiði var einnig haldið á dögunum með 3 þátttakendum sem ættu nú að hafa grunn til að byggja á í mati á snjóflóðahættu, leiðarvali, notkun ýla og almennri umgengni og notkun á fjallaskíðabúnaði.

  Nú er aðeins eitt ÍSALP / ÍFLM námskeið eftir – það er Jöklanámskeiðið þar sem farið er yfir ferðamennsku á jöklum frá A – Ö á tveimur dögum. Þetta námskeið verður haldið dagana 5. – 6. maí og það er enn laust pláss.

  http://www.fjallaleidsogumenn.is/Namskeid/TourItem/240

  Það er alltaf eitthvað um að einkahópar spyrjist fyrir um aðrar dagsetningar en þær sem við bjóðum upp á. Það er oftast ekkert mál að verða við þeim óskum og hópurinn þarf ekki að vera stór til að við getum boðið svipuð eða sömu verð og eru í boði almennt og fyrir ÍSALP félaga. Hvet alla sem eru í þessháttar pælingum að hafa samband.
  Einnig höfum við getað aðlagað námskeiðin að sérþörfum þessara hópa – t.d. með því að tengja jöklanámskeið við ferð á Hvannadalshnúk eða taka fjallaskíði og snjóflóð með þriggja daga skíðun á Tröllaskaganum.

  Við byrjum svo aftur á byrjun næsta haust með Ísklifurnámskeiðum.

  Góðar stundir,
  Ívar

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.