Ís aðstæðu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ís aðstæðu

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47219
  1811843029
  Meðlimur

  Sælt veri fólkið

  Smá fréttir af ís aðstæðum. Ég og Arnar Felix renndum í Hvalfjörðinn í dag. Þar voru líka fleiri á ferðinni. Við kíktum á Múlafjall sem var ekki alveg komið í ham svo við fórum í Brynjudal og inn í Flugugil. Þar er ansi mikið af ís í fljótandi formi. Við enduðum á að fara eina stutta leið framarlega í gilinu sem ég veit ekki hvað heitir en annars er lítið um klifur aðstæður þar eins og er.

  #55746
  Arnar Jónsson
  Participant

  Stundum þegar lítið er að finna af ís Múlafjalli og Brynjudal en þó búið að vera ágætis frost svona snemma veturs er oft vel þess virði að trítla inn að Glymsgili. Hef nokkrum sinnum fundið nóg af ís þar þegar lítið er að finna af honum í nágreninu.

  En þar sem þú náttúrulega sérð ekkert frá veginum inní gilið þá er það alltaf nokkur áhætta :)

  P.s. Hvað er að frétta af Eilífsdal? Sáum að hann var allur að koma til síðustu helgi.

  Kv.
  Arnar

  #55747
  Skabbi
  Participant

  Ef ég ætti að veðja á e-ð um helgina væri það Villingadalur, liggur töluvert hærra en hin svæðin og oft verið prýðilegur ís þar þegar annað hefur verið dræmt.

  Allez!

  Skabbi

  #55748
  gunnaratli
  Meðlimur

  Vorum nokkrir í Villingadal í gær, fínar aðstæður

  #55755
  Bergur Einarsson
  Participant

  Fór með Jósef úr Hafnarfirðinum og gerðum fræðilega úttekt á því hvort ekki sé hægt að klifra Spora í einni 60 m spönn með því að sleppa fyrsta stallinum. Maður kemst upp en ekki alla leið að nýja boltanum í toppnum.

  Fórum einnig línuna í þrönga gilinu NV við spora í mjög skemmtilegum og landslagsmiklum ís þó að hann hafi verið þunnur á köflum.

  Maður veit ekki alveg hvernig lægðin í gær fór með þetta en það var töluverður ís í Spora þannig að væntanlega er nóg eftir.

  #55756
  1811843029
  Meðlimur

  Fór einhver að skoða ís í bíðunni í dag?

  #55767

  Ég fór ásamt Birgi Blöndahl í Spora sl. laugardag. Ísinn var þokkalegur og var ég eingöngu með 16 cm skrúfur sem gengu flestar alla leið.

  Spori ætti að vera í góðum aðstæðum næstu helgi.

  Hils,
  Arnar

  #55768
  1811843029
  Meðlimur

  Við fórum þrír í Múlafjall í dag. Það vantar dáldið uppá margar leiðirnar en sumar eru í góðu lagi.

  Við fórum Rísanda. Ísinn var mjög stökkur,kertaður og brattur en lítið mál að tryggja. Leiðin var talsvert erfiðari en venjulega, en mjög skemmtileg.

  Myndir hér: (það vantar reyndar alveg myndir úr annarri spönninni)

  http://www.facebook.com/album.php?aid=95093&id=1283765201&l=b51870f753

  Kv.
  Atli Páls.

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
 • You must be logged in to reply to this topic.