Ian Parnell + Neil Gresham

Home Umræður Umræður Almennt Ian Parnell + Neil Gresham

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45192
  2806763069
  Meðlimur

  Endurtek fyrri spurningu sem drukknaði í kaffispjalli þeirra Kalla og Helga:

  Gerðu þeir félagar Ian Parnell & Neil Gresham eitthvað fleira markverkt á íslandi en þessa leið í Kaldakinn.

  [ekki falla í beygingargrifjuna, ég hef þegar gert það einusinni, vona að þetta sé rétt núna]

  kv.

  Ívar (mjög spenntur)

  #52574
  Skabbi
  Participant

  Anda djúpt….

  Ian og Neil komu hingað í byrjun febrúar ásamt spænskum náunga, Ramon Marin og einum öðrum sem ég man ekki hvað heitir (gamall kall með 6 putta). Ramon þessi var búinn að vera í miklu sambandi við mig áður en hann kom, sagðist ætla að koma til landsins að klifra með félaga sínum og bað um upplýsingar um líklega klifurstaði, húsnæði bíla ofl.

  Ég hitti þennan spánverja kvöldið sem hann lenti, þá kom í ljós að ferðafélaginn hef slasast e-ð og þessir ágætu menn hlaupið í skarðið. Ég hafði ekki mikinn tíma til að spjalla við þá það kvöldið og morguninn eftir spóluðu þeir norður á land í gegnum hríðarstorm, með vísi að Kinnartópó frá sigga að vopni, sem þeir höfðu grafið upp á netinu.

  Þeir klifruðu í Kinninni í nokkra daga í heldur vályndu veðri, komu svo við í Haukadalnum dagspart á heimleiðinni. Þar náðu Ian og Ramon þessi að detta báðir úr sömu leiðinni, e-u kerti hægra megin við munnann að Skálagili.

  Upphafleg ferðaplön gerðu ráð fyrir tveggja vikna ferð en e-ð hafði það breyst því þegar ég talaði við Ramon tveim dögum eftir húllumhæið í Haukadal voru þeir allir komnir heim til Englands.

  Þrátt fyrir óblíð veður í Kinninni töldu þeir sig hafa gert feiknagóða ferð hingað og hugsa sér gott til glóðarinnar að ári. Hvort af því verður kemur í ljós næsta vetur. Ef ég fæ veður af þeirri ferð skal ég sjá til þess að þeir sleppi ekki án formlegrar kynningar og myndakvölds.

  Allez!

  Skabbi

  #52575
  2806763069
  Meðlimur

  Úff, þá er ég rólegur!

  Og já ég er alveg til í myndasýningu frá þessum köppum næsta vetur – hentar mér mjög vel!

  kv.
  Ívar

  #52576
  2008633059
  Meðlimur

  Hefði haldið að rétt beyging væri: Hér er Kaldakinn, um Köldukinn, frá Köldukinn, til Köldukinnar. Aldrei heyrt talað um Kaldakinnar nema hér á Ísalpsíðunni, en tek það fram að ég er ekki að norðan. En auðvitað er bara einfaldast að spyrja heimamenn á nálægum bæjum.

  Mæli svo með að þeir sem vilja vita aðeins meira um þennan Ian Parnell útvegi sér eintak af tveimur DVD myndum „Cold Haul“ og „Psyche“. Þeir félagar Ian Parnell og Andy Kirkpartick eru nefnilega stórgóðir saman.

  Cold Haul: „Kirkpatrick and Parnell on spiffing form as they make a winter ascent of the Lafaille route on the Dru. Needless to say, the route aint easy (A4 and Scottish VII), and they’re on it for 13 days with all sorts of things going wrong – highly entertaining when viewed from the comfort of your armchair!“

  Psyche: „Andy Kirpatrick and Ian Parnell attempting something ludicrously unpleasant in Patagonia in winter“

  kv,
  JLB

  #52577
  2806763069
  Meðlimur

  Þetta snýst eitthvað um það að Kaldakinn er nefnd eftir kaldanum (t.d. norðan-kaldinn) en er ekki köld kinn. Annars kann Helgi þetta betur og tók okkur í kennslustund í þessu fyrir nokkrum árum.

  #52578
  2008633059
  Meðlimur
6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.