Hvernig skíði?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hvernig skíði?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47455
  0801667969
  Meðlimur

  Aðeins hérna til að upplýsa fávísi mína. Er að hugsa um að fá mér eitthvað veglegri skíði en ég hef hingað til notað hér í Bláfjöllum. Er sem stendur á örmjóum svigskíðum með þriggja punkta bindingum (ekki gorm). Þessi breiðari telemarkskíði er þetta einhver sérstök tegund af skíðum eða hreinlega venjuleg svigskíði?

  Hvar fær maður réttu skíðin?

  Kv. Árni voða heimskur.

  P.S. Þakka annars ómetanlegan stuðning ÍSALPARA hér í Fjallinu gegnum tíðina.

  #53592
  0704685149
  Meðlimur

  Sæll,
  Ég hef nú ekki átt mörg skíði í gegnum tíðina og er ekkert mikil sérfræðingur um þetta.

  EN mér finnst Atomic Janak skíðin þau bestu sem ég hef skíðað á. Þau eru góð í öllu, en harðfennið er mér eiginlega verst en það hafa nú öll skíði verið slæmi í harðfenni, þannig að ég er farinn frekar að hallast að því að það sé ég frekar lélegur í harðfenni.

  kv.
  Bassi

  #53593
  1509815499
  Meðlimur

  Sæll.

  Black Diamond eru að koma rosalega sterkir inn á þennan markað, bæði með telemark og AT vörur (nýju skórnir þeirra eru víst alveg rosalegir, en það er önnur saga).

  Er nú ekki sérfræðingur í þessu heldur en er þetta alltaf spurning hvernig þú ætlar að nota skíðin. BD Stigma eru svona allround en Verdict í feitari kanntinum.

  P.S. Veit ekki hvort þú hafir eitthvað að gera með þetta, en hvað er málið með bambus stangirnar í miðjum brekkum Bláfjalla??? Væri ekki nær að setja meira áberandi stangir fólki til aðvörunar. Veit um 4 sem keyrðu á þessar stangir og flugu á hausinn í gær…

  #53594
  Goli
  Meðlimur

  Sæll Árni

  Flottustu alhliða skíðin sem ég hef prófað eru Rossignol SickBird, þetta eru feit skíði en samt góð í braut, Maggý á svona skíði. Sjálfur er ég á enn feitari skíðum, K2 HippyStinx, en þau eru ekki að gefa sérlega mikið í braut en eru geggjuð í púðri.

  Ég fór í gegn um miklar bindingapælingar í fyrra og endaði á að kaupa BD O1, þetta eru bindingar með möguleika á að velta upp tástykkinu líkt og á fjallaskíðum á uppleið. Mjög stöðugar og góðar bindingar, en kosta sitt.

  Í lokin þá tek ég undir þetta með stangirnar í fjallinu, þær sjást engan veginn nógu vel, ég lenti í því í gær að sjá stangir í kross í miðri brekku á síðustu stundu og rétt náði að beygja mig undir þær eins og í 4ra ára brautinni á Andrés. Gott mál að merkja grjót í brekkunni en þarf að vera miklu meira áberandi.

  #53595
  Karl
  Participant

  Farðu til Helga Ben og skoðaðu Rossignol Hickory skíðin. Viðarliturinn tónar vel við lurkinn og lopavetlingana…

  K

  #53596
  2006753399
  Meðlimur

  Ný skíði já Árni! það er þá spurning hvort þú lendir ekki í vandræðum með að finna eitthvað sem passar við bleiku scarpa vega plastskóna. Gætir þurft að spreyja skíðin til að lenda ekki í grófu stílbroti í fjallinu.

  Ef þú ætlar að telemarka þá finnst mér betra að vera á aðeins mýkri skíðum (utanbrauta) en fyrir AT, annars er þetta mjög sambærilegt. Er sjálfur á BD Havoc sem eru fín, mátulega breið og stíf fyrir ísglenskla harðlífið.

  PS.
  Massagott skíðafæri í Bláfjöllum í kvöld – talsvert pow pow en grjót á stökustað. Stórt flekaflóð fyrir ofan sólskinsbrekkuna, allavega 1m í brotstál þar sem mest var, tugi metra breitt – passa sig utanbrauta.

  #53597
  0801667969
  Meðlimur

  Varðandi bambusinn þá er alveg rétt að oft er hann illsjáanlegur sérstaklega inn í miðri braut. Ætla að gera tilraun með að merkja hann með „baujuteypi“. Þrátt fyrir annmarka þá er bambusinn stundum það eina sem hægt er að nota t.d. þar sem snjóalög eru þunn. Hann er það eina sem stendur.

  Við höfum gert tilraunir með alls konar plaststangir í alls konar litum og af ýmsum gerðum. Ekkert af þessu hefur gefist sérstaklega vel þó aldrei megi útloka neitt. Svona í bili þá væru allar hugmyndir um hvernig hægt er að gera bambusinn sýnilegri vel þegnar. Það er jú Kreppa.

  Kv. Árni Alf.

  P.S. Skíðin sem Kalli mælir með tóna sennilega vel við bambusinn líka. Verum náttúruleg.

  #53598
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Ef þú vilt hafa rifflur eða vax undir til þess að geta aðeins hreyft þig um svæðið en samt betra rennsli en í europa 99, þá gæti verið sniðugt að skoða skíði eins og S-bound línuna frá Fischer.

  http://www.fischer-ski.com/en/products_nordic_ski.php?parent=40081

  Þarna ertu kominn með smá carve og stífleika en samt gönguskíði. Sennilega ekki skemmtilegast að renna sér á þessu en þú þarft ekki skinn til þess að komast á sléttu eða smá halla.

  Outtabounds eru mestu rennslisskíðin af þessu.

  Everest hefur stundum átt eitthvað af þessu.

  #53599
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Boundless átti þetta að vera en ekki Outtabounds.

  #53600
  0801667969
  Meðlimur

  Jæja.

  Endilega haldið áfram að fræða mig um þessi mál en kannski var grunn spurningin „er eitthvað „form“ eða á góðri Íslensku „lögun“ á skíðum sem eru ætluð í Telemark.

  Er nú aðallega að hugsa þetta sem vinnuskíði en ekki er verra að fá upplýsingar svo maður sé nú ekki að finna hjólið upp í 2000 da skiptið eða meira.

  Kv. Árni Alf.

  #53601
  Karl
  Participant

  Árni, Þessi skíði eru til í Útilífi

  http://www.rossignol.com/100years/

  Kúl á við heilt frystihús……

  K

  #53602
  1506774169
  Meðlimur

  Mikið agalega er þetta ljótt! Þetta eru svo sannarlega spýtur :)

  #53603
  0704685149
  Meðlimur

  Ég mundi bara fyllast valkvíða Árni og fara á skauta.:-)
  kv. Bssii

  #53604
  Ólafur
  Participant

  Árni: Þú ert alvöru maður og þarft alvöru skíði.

  http://www.tegsnas.com/

  Óháð brautareignileikum og púðurfloti þá eru þetta einu skíðin sem hæfa þínum karakter. Punktur.

  #53605
  1210853809
  Meðlimur

  Ég hef skíðað síðustu ár á Dynastar skíðum og nú á Dynastar Big Trouble. Þau eru mjög fín, þau eru nægilega stíf fyrir Big Mountain en þung eftir því, auk þess að vera töluvert breið (124-92-114). Auk þess eru þau twin tip og virka vel í Jibb. Þessi voru valin ,,Skier´s Choice“ hjá Powder Magazine árið 2007.

  Mér finnst BT þó ekki nógu breið, þá sér í lagi þegar skíðað er í erlendu púðri. Ég myndi fá mér K2 HELLBENT eða K2 Obsethed, sem hönnuð eru af meistara Seth Morrison.

  kv.
  Jósef

  #53606
  0704685149
  Meðlimur

  Svo er spurning hvort þú verði fyrstur á Íslandi til að fá þér Scottybob telemarkskíði.

  http://www.scottybob.com/customshop/home.html

  Ég hef aldrei viljað fara út í svona fjárfestingu því þessi skíði kosta á annað hundrað þúsund að fá þau hingað til Íslands.

  Sjá umfjöllun um skíðin hér:

  http://www.telemarktips.com/RevSBCustomSkis.html

  kveðja
  Bassi

  #53607
  Goli
  Meðlimur

  Það munaði ekki miklu að ég keypti mér notuð ScottyBob í fyrra í Colorado, helvíti flott skíði. Annars er þetta fyrirtaksþráður, gaman gaman!

17 umræða - 1 til 17 (af 17)
 • You must be logged in to reply to this topic.