Hvernig er staðan í Hlíðarfjalli

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hvernig er staðan í Hlíðarfjalli

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46520
  Jón Haukur
  Participant

  Heilir og sælir norðlendingar.

  Hvernig er útlitið með helgina í fjallinu? Vitið þið eitthvað um áform staðarhaldara, hvort slegið verði í lás vegna snjóflóðahættu eða er þetta kannski bara allt í standi? Það er soddans helv. þoka alltaf á vefmyndavélinni þannig að erfitt er að spá í þetta.

  jh

  #48291
  0902703629
  Meðlimur

  Jú, jú það er alltaf sama blíðan hérna fyrir norðan!

  Það er ekki hægt að kvarta undan snjóleysi þar sem það er langt síðan maður hefur séð jafn mikinn snjó á svæðinu!

  Í gærkvöldi var opið til 21:00 en þá náðist einungis að vinna brekkurnar við Fjarkann, Hjallabraut og Hólabraut og því var Strýtan lokuð. Í augnablikinu eru hinsvegar tveir snjótroðarar við Strýtuna þannig að ég geri fastlega ráð fyrir að Strýtan verði opnuð í dag. Skálin fyrir neðan klettana (á syðri hluta svæðisins) er ekki lengur skál heldur hóll og klettarnir ekki lengur sjáanlegir.

  Einhver hluti svæðisins verður alltaf opinn þó að snjóflóðahætta sé fyrir hendi og veðurspáin er ágæt fyrir svæðið einsog er. Það er frábært færi og nægur snjór….gaman, gaman.

  Sjáumst á skíðum,
  Kristín

2 umræða - 1 til 2 (af 2)
 • You must be logged in to reply to this topic.