Hvað er eiginlega með myndirnar?

Home Umræður Umræður Almennt Hvað er eiginlega með myndirnar?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45670
  2005774349
  Meðlimur

  Ef þetta Íslandsmeistaramót var á dögunum þá eru myndastjórnendur Ísalp mjög djúpt sokknir í þjóðsönginn og neyslu skynvilluefna.

  Sumar myndirnar mættu líka að ósekju fá sér lúr.

  Það er ekki hægt að vera endalaust í „metalfíling í verstubrúnum“ (þó auðvitað sé alltaf stórskemmtilegt að skoða myndir af Steppó, enda algjört augnayndi), menn verða að koma niður á jörðina inn á milli.

  Ég legg til að ísklifurmyndirnar hans Palla verði látnar hringsóla yfir síðunni næstu mánuðina svona í tilefni vetrar.
  Mér finnst gaman að skoða ís á myndum.

  Hjalti Rafn.

  #49007
  0704685149
  Meðlimur

  Sammála.
  En hvað með skíðamyndir og bretta yfir veturinn?
  Það hrúast núna niður snjór, börnin byrjuð á brettunum strax í gærkvöldi.
  Ég á ekki myndir en veit að þarna úti eru menn sem eiga myndir.
  kveðja

  #49008
  1110734499
  Meðlimur

  „Ný mynd á hverjum degi“ segir slagorðið. Þá virðist mér sem sami dagurinn sé sífellt að endurtaka sig aftur og aftur.

  Kveðja, Dagur

  #49009
  3008774949
  Meðlimur

  Já nú spyr ég, hvernig er með þessa vefnefnd???? Er ekki fjöldi manna í henni. Það er nú ekki svo mikið mál að sníkja myndir hjá hinum og þessum og henda inn á databasann. Til dæmis á ég fullt af flottum telemark myndum en enginn hefur spurt mig um þær.

  Hilsen
  Siggi

  #49010
  0704685149
  Meðlimur

  Hvernig var með videó-ið sem þú tókst á Telemarkhátíðinni 2001 eða 2002…Já við erum búnir að vera með svona margar…og þeim er ALDREI frestað.

  kv

  #49011
  Ólafur
  Participant

  „Ég á fullt af myndum í skókassa heima en það hefur bara enginn spurt mig um þær“. Vefnefndin hefur margoft auglýst eftir myndum hér en alltaf fengið mjög dræm svör.

  Fyrst allir eiga svona mikið af fínum myndum hvernig væri þá að senda eitthvað af þeim í þolanlegri upplausn á vefnefnd@isalp.is í staðinn fyrir að væla á umræðuþráðunum og liggja á þeim eins og ormar á gulli. Kannski fer þá að birtast eitthvað af þeim hér.

  Eiga kannski líka allir fullt af greinum í ársritið heima en hafa bara aldrei verið spurðir um þær?

  „Ask not what ÍSALP can do for you but what you can do for ÍSALP“

  -urr

  #49012
  2005774349
  Meðlimur

  Mín tillaga var sú að eitthvað af þeim myndum sem eru inni á síðum félaga fengi að fjúka inná vefinn sem mynd dagsins svona endrum og eins.

  Myndagetrauninin hans Palla fannst mér tilvalin (finn reyndar hvorki tangur né tetur af henni núna, Palli þú verður að koma myndunum aftur inn).

  Jón Marinó á líka myndir af telemarki, þó að hann segi nú annað.

  Jón Haukur er með sinn skókassa inni á vefnum, svo hann lúrir nú lítið á honum frekar en dreki á gulli.

  Síður félaga eða skókassar félaga?

  HRG

  #49013
  Ólafur
  Participant

  ok..það er gott og vel. Eina vandamálið er að myndirnar á síðum félaga eru eiginlega ekki í nægjanlega góðri upplausn til að setja sem forsíðumyndir. Vefkerfið skalar myndirnar niður til að spara diskpláss (kannski verður því einhverntíma breytt).

  Þ.a. þeir sem eiga myndir þar inni og vilja fá þær sem forsíðumyndir verða eiginlega að senda upprunalegu myndina (í sæmilegri upplausn) á vefnefnd. Best er að fá myndirnar í upplausn 400×800 en það er líka hægt að senda myndir bara óbreyttar á vefnefndina sem skalar þær þá til.

  órh

  #49014
  1110734499
  Meðlimur

  flott forsíðumyndin núna ! meira í þessum dúr.

  kv. d

  #49015
  Stefán Örn
  Participant

  Ef ég fengi að ráða þá væri metalfílingur í Vesturbrúnum alla daga!

  Steppo

  #49016
  0311783479
  Meðlimur

  „Til dæmis á ég fullt af flottum telemark myndum en enginn hefur spurt mig um þær.“
  Vááá þetta fer í Hall of fame umræðnanna rétt á eftir því þegar að Sigurlín Eydal (aka Hardcore) og Hjalti Rafn kváðust á hérna á vefnum eftir Telemark festivalið 2002.

  Til að taka af allan vafa þá voru menn ekki dregnir í dilka og bara sumir dilkar spurðir hvort þeir mættu láta myndir eða tvær, heldur allir sem einn.

  Það er sælla að gefa en að þyggja og ennþá sælla að hafa frumkvæðið að því en hitt.

  Koma svo einn, tveir og tuttugu allir að setja inn myndir í síður félaga, sérstaklega ef þeir eiga ógeðslega flottar telemarkmyndir af „puddertur, toptur, norskum vöflum eða elgspulsum“ eða hvernig sem norskir segja það.

  Svo mörg voru nú þau orð…
  Einn af fjöldanum sem skipar vefnefnd og ávallt í metalfíling hvort sem Steppo er með eða ekki.

  #49017
  Hrappur
  Meðlimur

  hversu margit hér hafa yfir höfuð sent myndir?
  Ekki margir en kvarta svo yfir fjölbreytni mynda! Það þíðir ekki að benda á vefnefnd(nei ég er ekki í henni) því vefurinn það erum við.

  Kv Littla gula hænan

  #49018
  Sissi
  Moderator

  Iss – ég er oft búinn að senda myndir. Þetta eru bara cooontrí fordómar. Halli G fílar bara Scooter og Steppó AC/DC…

  #49019
  1704704009
  Meðlimur

  Vonandi verður þessi umræða bara til þess að menn og konur fari að setja inn myndir á síður félaga í stórum stíl. Það yrði þó fyrsta skrefið. Það er beinlínis hlægilegt og raunar ótrúlegt að menn séu fúlir yfir því að nefndir þetta og nefndir hitt hafi ekki haft samband. Held að þessi Hrappur hafi hitt naglann á höfuðið með orðum sínum „Vefurinn það erum við“. Þetta var dálítið gott hjá honum.

  #49020
  Sissi
  Moderator

  Leikritið: Myndadrama á myrkum haustdögum
  Persónur og leikendur: Vefurinn (Við), Flugurnar (Myndirnar hans Palla), Köngulóin (Hrappur).

  Leikritið fjallar um Könguló sem reynir að klófesta flugur en vefurinn bregst og þær sleppa.

  Í Myndadrama á myrkum haustdögum II verður vefurinn boltaður í vegginn. Þá sleppa engar flugur.

  #49021
  Hrappur
  Meðlimur

  múúúúahhahahahah MÚAHHAHAHAHA I WILL COLECT ZEM ALL

16 umræða - 1 til 16 (af 16)
 • You must be logged in to reply to this topic.