Hvað er að gerast ?

Home Umræður Umræður Almennt Hvað er að gerast ?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46820
  2411784719
  Meðlimur

  Á ég að trúa því að það c ekkert páskamonnt þarna úti einhverstaðar ? ;)

  Kveðja úr fjöllunum, Rúnar

  #52601

  Lúmskan grun hef ég um að montið muni ekki láta á sér standa. Fjallaleyniþjónustan hleraði fréttir af vöskum mönnum sem ekki feta alltaf í fótspor (eða axarför) annarra. Bíð spenntur eftir sögum og myndum.

  #52602
  Siggi Tommi
  Participant

  Fjórar nýjar leiðir voru farnar í Kaldakinn um páskana ásamt nokkrum eldri.
  Ítarlegra rapport eftir helgina.

  #52603
  0112873529
  Meðlimur

  Skelltum okkur í Skaftafell á Miðvikudaginn nokkrir félagar úr HSSR. Markmið ferðarinnar var að klifra na hlíð Hrútsfjallstinda. Markmiðinu var síðsan náð á Laugardaginn. Gangan hófst við bílastæðið kl 03 við Svínafellsjökul og gekk allt mjög vel þrátt fyrir smá erfileika við að komast niður en það reddaðist allt saman. Allt þetta ævintíri enadaði síðan 21 tíma seinna. Bara gaman.

  Myndir http://www.123.is/album/display.aspx?fn=danni&aid=258231

  #52604
  Siggi Tommi
  Participant

  Aðeins ítarlegra rapport úr Kinninni.

  Ég fór s.s. nokkra daga á þetta frábæra svæði og voru aðstæður svona þokkalegar. Flestar línur í sæmilegum aðstæðum en margar í þynnri kantinum.

  Á föstudag fór ég ásamt Arnari, Berglindi og Eika tvíbba. Var þá klifin ný 80m, WI4+ leið vinstra megin við Bláan dag og hlaut hún nafnið „Knúsumst um stund“. Einnig voru farnar tvær eldri leiðir hjá Glassúr (við sjóinn).

  Á laugardag mætti Gulli granítdvergur norður í sveitasæluna og fórum við þá nýja 90m, WI5- leið milli Drambs og Blás dags og hlaut hún nafnið „Öfund“. Einnig var farin ný leið vinstra megin við Glassúr og er hún 40m, WI4+ og heitir „Synir hafsins“.

  Á sunnudag voru Glassúr og WI5 leiðina hægra megin við hana farnar. Ines og Audrey fóru hana í fyrra (líklega fyrstar) en ég veit ekki til þess að þær hafi nefnt hana og því settum við nafnið „Úr djúpinu“ á stykkið. Við og Arnar og Berglind bökkuðum út undir nokkrum stóru leiðanna sökum grjóthruns þennan dag enda sólríkt mjög.

  Á mánudag fórum við svo nýja leið hægra megin við Limrusmiðinn, aðra leið frá vinstri við sjóinn. Var hún pípandi sturta upp ekki svo ýkja erfitt kerti og er 30-35m, WI4+ og heitir „Í votri gröf“ enda vel við eigandi.

  Annars bara góðir dagar við sjóinn…

  #52605
  Siggi Tommi
  Participant

  Uppfærður leiðarvísir er kominn á netið:
  http://www.rds.is/siggi/klifur/topo/pdf/Kaldakinn_hires.pdf

  #52606
  Sissi
  Moderator

  Fór með Steppo og Helga á Hátind föstudaginn langa. Planið var að renna sér eitthvað ótrúlegt.

  Í síðustu viku rigndi nokkuð hátt og var því allt alveg grjóthart þarna, hliðarrennslismanninum í hópnum til mikillar armæðu. Hvorki virkuðu græjur hans mjög vel upp (reynið að klifra ískrandi harðfenni á tunglskóm (e. moonboots – eða sk. brettaskór)) og skíða slíkt á einum kanti.

  Það varð úr að undirritaður renndi sér niður fremstu línuna, frá klettabeltinu, og beilaði á toppnum. Hrundi væri kannski réttari lýsing og var mjög feginn þegar hann stoppaði á einhverju barði nokkur hundruð metrum neðar.

  Steppo og Helgi skíðuðu hinsvegar gríðarlega fallega línu þarna inni í hvilftinni, þá mest áberandi þarna í fjallinu, með besta mögulega stíl. Sú hefur líklega verið lítið farin síðustu árin.

  Það er ca. hægt að sjá þetta hérna á myndinni hans AB: http://www.isalp.is/gallery.php?id=3670_348_1 (ég lengst til hægri, þeir lengst til vinstri, AB hallar í ranga átt – þetta er brattara ;)

  Ég bölvaði því mikið að vera ekki skíðamaður þennan dag, jafn mikið og ég gladdist yfir því á Heklunni nokkrum dögum áður þegar skíðamennirnir voru í vandræðum. En sagði strákunum jafnframt að það myndi ég aldrei viðurkenna að hafa sagt. Ekki frekar en núna.

  Góðar stundir.

  Siz

  #52607
  2006753399
  Meðlimur

  Syðri tindur Hrútfjallstinda lá í valnum eftir páskana, þrælfín ferð upp klassísku-leiðina stóragil á eystra Hrútfjalli. Fór við annan mann með Guðjóni Erni og hittum hressa reykjavíkur skátana á leiðinni.

  Fjallið er í góðum „alpa“ aðstæðum, mjög hart færi og hvergi má renna á rassgatið nema þá til að slá hraðamet niður á Svínafellsjökul. Þurftum því að tryggja víða þar sem þess er yfirleitt óþarft með hlaupandi tryggingum.

  Fórum uppfyrir vestari tindinn og niður á hafrafellið þaðan að Svínafellsjökli, 16 tímar frá tjaldi með canyoning-skemmtiferð í endann.

  http://picasaweb.google.com/robert.teiknari/HrutfjallstindarPaskar2008?authkey=Un5MqMeQk4Q

  #52608
  #52609
  Skabbi
  Participant

  Flottar myndir krakkar, gaman að fá ferðasögur og myndir frá fólki sem ekki eru daglegir gestir á síðum Ísalp.

  Endilega láta frá sér heyra.

  Það var slydda á láglendi í Hollandi um páskana. Hefur eflaust snjóað til fjalla….

  Allez!

  Skabbi

  #52610
  0703784699
  Meðlimur

  Skellti mér í innanhúsklifur með makanum og yngsta fjölskyldumeðlimnum…

  http://picasaweb.google.com/himmi78/Mars02/photo#5180940209722583938

  Enjoy,

  Gimp

  #52611
  Siggi Tommi
  Participant

  Hélt það væru engin fjöll í Niðurlöndum…
  60m hái bæjarhóllinn hefur kannski fengið smá föl í frostinu. :)

12 umræða - 1 til 12 (af 12)
 • You must be logged in to reply to this topic.