Hrútfjallstindar

Home Umræður Umræður Almennt Hrútfjallstindar

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44611
  1705725649
  Meðlimur

  sæl,
  ég fór á Hrútfjallstinda um helgina ásamt Dodda dúfu og var valin skemmtileg leið um falljökulinn sjálfan við Eystri Hrútfjallshrygginn. Veðrið var gott á leið upp en þegar upp var komið breyttist veðrið í snjókomu og slæmt skyggni. Skyggnið var orðið svo slæmt að við „fundum“ ekki toppinn (hæstu nýpu) og snérum við um 100 frá toppnum umkringdir sprungum dauðans. Við neyddumst til að fara sömu leið niður og var þá komið 30 cm „púðusandur“ sem rann ofan á hörðum ísnum og niðurferð því ansi krefjandi. Ástæðan fyrir þessum skrifum er sú að þegar þessi „sandur“ er orðinn vindblásinn er komin mjög mikil snjóflóðahætta. Hvet ykkur til að fara varlega í ferðalögum ykkar um Skaftafell og nágrenni næstu daga því þar er ábyggilega mikil snjóflóðahætta sbr skrifum í Morgunblaðinu í morgun.

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.