Hraundrangi?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hraundrangi?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46765
  1908803629
  Participant

  Nú stendur til að brölta upp Hraundrangann bráðlega en eftir þó nokkra netleit þá tekst mér ekki að finna grunnupplýsingar um gönguna/klifrið…

  Því spyr ég þá sem allt vita:
  – Hvað tekur bröltið langan tíma?
  – Hvaða grunnbúnaður er nauðsynlegur?
  – Hvaða leið er farin?
  – Hversu erfitt/hættulegt er þetta?
  – Er einhver príma tími fyrir gönguna, þ.e. er varasamt að draga þetta langt fram á haustið?

  Ég tel mig hafa svörin við þessu en finnst þó réttara að leita til reyndari manna áður en upp er haldið. Endilega segið frá.

  kv. Ágúst Kr.

  #53046
  Gummi St
  Participant

  Sæll félagi!

  Ég fór þangað í sumar og tók töluverðan tíma, allavega 6 tíma ef ég man rétt ef ekki meira hreinlega, var líka að mynda á fullu.

  Ég notaði 2x60m línur, það er rétt undir 30m á milli akkera þarna minnir mig og ég notaði 2 eða 3 vini milli fleyga á ákveðnum stöðum. Notaði ekkert fleyganna/hneturnar sem ég tók með. svo auðvitað bara sigtól til að tryggja og fara niður..

  Það er farið upp austan megin.

  þetta er ekki tæknilega erfitt, en þetta er djöfull hátt þegar þú lítur niður :)

  man þó eftir því að akker-slingin voru í misjöfnu ástandi… vertu með nokkur slík

  kv. Gummi St.

  #53047
  Karl
  Participant

  Besta lýsingin á Hraundranganum er „þetta sé bara skriða“ -„og komi til með að hrynja þegar það verði almennt viðurkennt“.

  Klifrið er auðvelt en mjög opið og tortryggt, Eiginlega er langbest að klifra þetta þegar mosinn er frosinn. Þá er hann „traustastur“.
  Þetta er þægilegt dagsverk og hægt að gera í skammdeginu.

  #53048
  0808794749
  Meðlimur

  heppilegast væri að hafa 70 m línu þá er hægt að síga alveg niður í skarðið…
  annars er ég sammála því að þetta sé bara skriða. bara helvíti brött og einhverra hluta vegna loðir grjótið enn saman!
  annars eru bændur á staðarbakka fróðastir um hversu hratt hann minnkar að rúmmáli.

  #53049
  0801667969
  Meðlimur

  Man eftir nokkuð nákvæmri lýsingu á klifrinu þarna upp. Ljósmynd af efsta kaflanum og leiðin merkt inn á ásamt grófri lýsingu. Þetta var a.m.k. litmynd þannig að þessi lýsing er ekki eldri en frá seinni hluta 19 aldar. Þarna voru á ferðinni Hreinn Magnússon o.fl. ef ég man rétt sem ég geri sennilega ekki. Þetta er sennilega í einhver riti HSSR og svo minnir mig að nokkuð nákvæm lýsing frá Helga Ben og félögum á ferð þarna upp í gömlu ISALP riti.

  Þessi gömlu ISALP rit eru náma af fjallafróðleik og þyrfti að skanna inn og gera mönnum aðgengileg. Ég hef margoft bent á þetta en ekkert gerist. Þarna eru mjög margar lýsingar á fyrstu ferðum á fjöll og tinda á tímum þegar menn voru karlmenni en ekki kellingar.

  Kv. Árni Alf.

  #53050
  Öddi
  Participant

  Jæja við lifðum þetta af :) Megafreshhh drullu, mosa og lausgrýtisklifur hehe. Indælis koniak á toppnum! Vorum ekki með neina vini þannig að nokkrar hnetur voru notaðar milli fleyga. Núna er nokkrum gripum færra í dranganum og fer nú hver að verða síðastur að klóra sig upp áður en þau verð búin ;)
  kv. Öddi

  #53051
  1908803629
  Participant

  Já, takk fyrir upplýsingarnar öll sömul en við Örn létum vaða í dag og gáfum okkur góðan tíma í þetta, samtals 8 tíma með tilheyrandi villugötum.

  Hraun(hrúgu)drangi er klárlega magnaður tindur og með því svakalegasta sem ég hef farið til þessa, enda eini staðurinn þar sem ég treysti mosanum nánast meira en klettunum/steinunum/hrúgunum.

  Ég tek undir með Árna að það mætti alveg bæta úr með upplýsingar um leiðina upp enda hægt að stuðla að stórbættu öryggi með því. Ég skora því á stjórnina að vinna að því sem fyrst.

  #53052
  Siggi Tommi
  Participant

  Þessi samtök eru nú grasrótarsamtök þannig að við hljótum frekar að skora á einhvern félagsmann að gera nothæfan leiðarvísi.
  Það er fullt af liði búið að fara þarna upp og ég og fleiri hafa myndað þetta í bak og fyrir. Ætti því ekki að vera erfitt að strika nokkrar línur á þetta og skrifa nokkur orð um aðkomu, klifrið sjálft, línumálin og slíkt.
  Info og allt er til á þessum þræði og eldri þræði frá í júní/júlí.
  Bara spurning um að taka það saman.

  Örn og Ágúst. Nú er boltinn hjá ykkur enda þið með leiðina ferska í minni.
  Getið kíkt á http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Hraundrangi14JN2008# og sent á mig póst á hraundrangi(hjá)gmail.com ef þið viljið einhverja mynd í hærri upplausn.
  Vil gjarnan hjálpa til við þetta en er á fullu í ársritinu þessa dagana svo ég hef ekki tök á að gera þetta sjálfur.

  #53053
  1908803629
  Participant

  Takk fyrir að benda á það augljósa Siggi;-)

  I’m on it, hef ágætis tíma í svona dútl í fæðingarorlofinu hér á Akureyri. Þó bý ég klárlega ekki yfir sömu reynslu og flestir Ísalparar enda bara aumur sportklifrari. En ég, ásamt Erni, geri draft sem menn geta svo rýnt í.

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
 • You must be logged in to reply to this topic.