Hraundragi

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hraundragi

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47009
  2003793739
  Meðlimur

  Við Óskar Gústavsson fórum í dagsferð á Hraundrangan í gær. Keyrt úr Rvk kl. 6 og brunað norður. Hittum Arnar, Berglindi og Ólíver við bæinn Staðbakka þar sem uppgangan hóft. Klifrið gekk fínt þó bergið hefði mátt vera betra. Uppi beið okkar gestabók og koníaks peli en enginn fleygur var á staðnum sem átti að innihalda þennan fræga eðalmjöð, spurning hvað hefur orðið af honum?
  Eftir allt erfiðið var okkur boðið í vöfflur og kaffi á bænum og þökkum kærlega fyrir það.

  Kveðja
  Halli

  #52973
  0808794749
  Meðlimur

  Hæ Halli

  Var enginn fínindis áritaður fleygur í kassanum hjá gestabókinni?

  Ef svo er þá er það í hæsta máta dularfullt! Spurning hvort að Olli viti eitthvað um ferðir fleygsins?

  kv. shg

  #52974
  2003793739
  Meðlimur

  Það var enginn áritaður fleygur í kassanum en hann sést á myndunum hans Jón Gunnars.
  Olli veit örugglega eitthvað um málið því enginn fór upp á drangann í vikunni.

  Kv
  H

  #52975
  1606805639
  Meðlimur

  Hæhó

  Einn úr hópnum sem fór upp um verslunarmannahelgi missti tappann af pelanum, því var ákveðið að fara með hann niður og kaupa nýjan (tappa, ekki pela ;) ). Því væri ágætt ef næsti hópur sem fer upp myndi láta vita af sér svo hægt sé að skila pelanum sem fyrst á réttan stað. Minnir að Olli hafi tekið að sér að útvega nýjan tappa.

  kv, Villý

  #52976
  Anonymous
  Inactive

  Ég er úti á frönsku Ríverunni núna og hafði ekki tíma til að reda tappa í tíma áður en ég fór út en pelinn er heima og fær ég tapa á hann við fyrsta tækifæri. það er hins vegar ekki gott að hafa tappann svona lausan því það býður upp á að fólk missi hann þegar það skrúfar hann af. Ég var sjálfur nærri búinn að missa hann úr höndunum þegar ég skrúfaði hann af fleygnum. Fleygnum verður skilað upp á drangann sem fyrst þó ég verði sjálfur að fara þarna upp sem væri bara gaman.
  kv. olli

  #52977
  2502614709
  Participant

  Samkvæmt leiðbeiningum fór ég í Byko og keypti 3 metra af stálvír til að setja um toppinn – hefði þurft að vera 5-6 metrar.
  Línan á toppnum lýtur reynar ágætlega út en svona vír er samt málið. Helvíti gaman að fara þarna upp, þótt þetta væri eins og vinnuferð þar sem 7 af 12 höfðu aldrei séð karabínu! Með góðri skipulagningu gekk þetta hins vegar frábærlega og sýnir að þetta er á allra færi…..Vona þú hafir það gott á ríveríunni – ég skal koma með og skila pelanum….

  #52978
  kgb
  Participant

  Olli, ég væri einnig vel til í að koma með að skila pelanum. Lengi langað þarna upp…

  #52979
  1908803629
  Participant

  Fyrst það er byrjað að smala í ferð á Hraundranga þá myndi ég gjarnan vilja fljóta með, ef ég má. En þetta yfðri ferð þangað upp. Ég verð á Akureyri í allt haust og því stutt að fara.

  Ágúst Kr. 824-5846
  agusts(hjá)internet.is

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
 • You must be logged in to reply to this topic.