Hnappavellir

Home Umræður Umræður Almennt Hnappavellir

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44922
  2806763069
  Meðlimur

  Sael aftur

  Eg hef verid ad velta hlutunum fyrir mer sidustu daga, bidst afsokunar a upphlaupiminu og jata fuslega a mig ad vidhorf min til ymislegs i fjallamennsku hafa breyst sidan thetta vard mit lifibraud. (reyndar held eg ad pistillinn sem Hilmar er ad visa til hafi fjallad um thad ad einhver uppbygging hafi verid eda se onaudsynleg thar sem folk annad hvort endist i fjallamennsku eda ekki, theyr sem hafa nogan ahuga harki af ser en adrir detti ut vegna thess ad stundum er kalt og stundum blaut, litid breyst i theim efnum).

  Nog um thad, eg vill halda afram ad raeda um Hnappavelli. Eg er enn theyrar skodunar ad thessi hraedsla og allt thetta med ad halda umraedunni i „low profile“ eda hvad thad nu var se helber vitleysa. Eg er einnig theyrar skodunar ad stjorn Isalp og reyndar allar stjornir Isalp a sidustu arum seu ekki ad standa sig i stykkinu. Hnappavellir eru MIKILVAEGASTA vigi fjallamennskunnar a islandi og thad aetti ad vera miklu meira atridi hja stjornum Isalp ad ekki bara tryggja umgengni heldur einnig vika ut umgengnisrett a Hnappavollum. Fyrir mer snyr thetta ekki bara ad boltun heldur lika uppbyggingu adstodu a svaedinu.

  Eg endur tek thvi aftur ad eg vildi gjarnan ad stjornin kannadi frekar moguleika a thvi ad gera langtima samninga um nytingu landsins sem tryggja t.d. stodu okkar ef landid yrdi selt. Um leid vaeri haegt ad kanna aukna notkunn a Hnappavollum, Salthofda og Fagurholsmyri. Til ad leggja mitt af morkum skal eg bjoda fram starfskrafta min i ad vinna ad thessu mali ef einhverjir fleirri godir menn eru einnig til i thad (Snaevar Gudmunds thekkir t.d. vel til heimamanna og er ekki thekktur fyrir setningar eins og „heyrdu manni, eg veit sko alveg hvad eg er ad gera.“)

  Hvernig sem a thad er litid er thessi ithrott ad staeka og vid verdum ad undirbua okkur undir thad en ekki bara stinga hausnum i sandinn.
  Eg skil vel ad menn seu hraeddir vid umgengnina, en skriflegir samningar eru eina leidin til ad taka a thvi. Svo vaeri gaman ad fa sma umraedu um thetta en ekki bara eitthvad skitkast um eitthvad bull.

  Svo fer thessi afstada um ad adeins klettaklifrarar eigi ad tjalda a Hnappavollum mjog i taugarnar a mer (sorry Stebbi en eg er bara ekki sammala). Fyrir mer er svona tjaldsvaedi eins og Hnappavellir einstakt taekifaeri til ad sameina fjallamenn og klifrara landsis og ef eg vaeri ekki ad vinna i Skafto kaemi ekkert annad tjalsvaedi til greina, sama hvad eg vaeri ad fara ad gera (reynda fer vinum minum a Hnappavollum liklega faekandi med hverjum pistli thannig ad eg hef liklega litid val i framtidinni).

  Eg vona svo ad Hjalti geti lesid thetta tharatt fyrir ad an efa seu einhverjar starsetningarvillur og ad islenska stafi vanti.

  #49164
  0405614209
  Participant

  Daginn.

  Ég man satt að segja ekki til þess að uppbyggingar og aðstöðumál á Hnappavöllum hafi verið rædd á stjórnarfundum fyrir utan beiðni um fjármagn í boltakaup. Menn hafi væntanlega litið svo á að þarna séu hlutirnir í nokkuð fínu lagi og engin ástæða til íhlutunar stjórnar. Engin erindi þess efnis hafa borist til stjórnarinnar fyrr en nú.

  Það er ekkert nema sjálfsagt mál að taka á þeim málum sem þarf að taka á.

  Kveðja
  Halldór formaður

  #49165
  Hrappur
  Meðlimur

  Það er held ég nóg til af boltum í sjóðnum,sem Ívar sá um að versla í fyrra,(sennileg yfir 200 stk) hlýtur að vera hægt að bolta einhverjar léttari leiðir í þá fáu steina sem eftir eru. Annars koma vellirnir stöðugt á óvart og fínar leiðir leinast á stöðum sem menn hafa talið útklifraða. Hvað vellina varðar finnst mér Stjórnin hafa staðið sig mjög vel. Húrra fyrir þeim!

  #49166
  0405614209
  Participant

  Góðan mánudag

  Ég talaði rétt áðan við Árna hjá Umhverfisstofnun sem hefur með friðlönd að gera varðandi frekari uppbyggingu á Hnappavöllum og möguleika á að fá að nýta Salthöfðasvæðið.

  Hann sagði það vera í góðu lagi þeirra vegna að nota svæðið (bolta o.s.frv.) og þeir myndu ekki skipta sér af því. Ákvörðunin væri í höndum landeiganda ásamt því að fá þarf samþykki þjóðgarðsvarðar (Ragnar Frank).

  Sem sagt: Semja við landeiganda og þjóðgarðsvörð – best að hafa þetta skriflegt.

  Flóknara var það nú ekki.

  Kveðja
  Halldór formaður

  #49167
  2806763069
  Meðlimur

  Flott, svona a ad fara ad thvi en ekki bara stina hausnum i sandin. Er nu einhver ahugi fyrir ad raeda vid landeigendur um thessi mal?

  Eg vona ad menn hafi ekki tekid fyrri skrif min sem einhvern afellisdom um stjorn Isalp. Thetta var adeins sett svona upp til ad undirstrika ord min.
  Tho ad liklega seu ekki margir sem koma til med ad bolta a svaedinu vaeri ekki verra ad hafa moguleikan opin.

  Uti a tanganum thar sem klettarnir teygja sig lengst i sudur er frabaert byrjendasvaedi i fallegu umhverfi. Eg skal setja upp minar fyrstu leidir, an ef a kostnad IFLM ef leyfi faest fyrir thvi.

  #49168
  0405614209
  Participant

  Ekkert mál – ég er til í að vera með í viðræðum við landeigendur og svo þjóðgarðsvörð. Reynum að koma þessu máli öruggu í höfn.

  Það er fínt að fá tillögur og athugasemdir við störf stjórnarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stjórnin finni sjálf uppá öllu sem þarf að gera.

  Kveðja
  Halldór formaður

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.