Hlýtt tjald

Home Umræður Umræður Almennt Hlýtt tjald

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47495
  1304736289
  Meðlimur

  Ég er kulsæl og þótt ég eigi ágætan svefnpoka þá verður mér ansi kalt í tjaldi. Til að forðast endurtekningu á blöðrubólgu síðasta sumars langar mig að eignast gott undirlag í tjaldið.

  Getur einhver reynslubolti frætt mig á því hver besta leiðin er til að einangra tjald? Mér finnst dýnur ansi dýrar núna. Hvar kaupir maður á sem hagkvæmastan hátt útbúnað/lausnir af þessu tagi?

  Kveðja Edda,
  eba@hi.is

  #53941
  0506824479
  Meðlimur

  sæl

  gömlu góðu frauðdýnurnar standa alltaf fyrir sínu, ættu ekki að kosta mikið. Ef það dugir ekki þá er hægt skerpa ögn uppá einangrunina með því að sauma poka úr flísefni sem maður setur inní svefnpokann.

  kv
  Doddi

  #53942
  2806763069
  Meðlimur

  Uppblásin einungrunardýna, þykkara betr! Feitur svefnpoki og vertu svo í föðurlandi og síðerma-(ullar)-bol þegar þú sefur, einnig þykkir sokkar og jafnvel húfa og vettlingar þegar svo ber undir.

  Renna svefnpokanum alveg upp, reyra að andlitinu og nota kragann ef pokinn þinn hefur slíkan.

  Tjöld eru almennt ekki einangruð, þau tjöld sem eru þannig eru ekki sett upp til einnar nætur. Tjöld sem eru byggð upp sem innra og ytra tjald eru hlýrri en þau sem eru aðeins með einn byrðing (single-wall). En ég efast um að þú eigir svoleiðis nema tjaldið sé merkt TAL eða OgVodafone. Ef svo er ættir þú endilega að fjárfesta í alvöru tjaldi.

  Að lokum getur góður félagsskapur veit hlýju og óhóflegt áfengismagn hefur einnig verið notað til að tryggja góðan svefn við erfiðar aðstæður á íslandi. Þó hið síðarnefnda komi líklega ekki í vegfyrir kvef og önnur kuldatengd veikindi.

  Góða skemmtun í tjaldferðum sumarsins.

  kv.
  Softarinn

  #53943
  Arnar Jónsson
  Participant

  Sæl,

  Eins og Ívar sagði þá er það rétt að upplásnar dýnur eru bestar, þær eru oft merktar sem 3 season eða 4 season, náttúrulega eru 4 season dýnurnar málið. Þó kosta þær frekar mikið, ódýrari kostur eru einangrunar dýnur og það eru til mjög góðar dýnur sem kosta lítið (sem sagt riflaðar dýnur). En þær taka mikið pláss og hafa ekki eins mikla einangrun, en eru hinsvegar léttari en þær uppblásnu.

  Til þess að bæta uppá svefnpokan er það fínt að fá sér flís poka eins og Doddi mælti með (hægt að kaupa sér eða búa til) og ef ég man rétt þá á það að hækka (þar að segja lækka :P ) þæginda mörkin í pokanum um ca. 8°, en þetta er frekar þungt og mikið um sig. Annar kostur eru silki pokar sem eru mun léttari og taka nánast ekkert pláss.. og þeir eiga að hækka (lækka) þægindamörk pokans um ca. 6° og ef ég man rétt þá kosta þeir ekkert það mikið.

  Varðandi tjald, þá eru vel þétt tjöld eins og jöklatjöld (4 season) hlýrri heldur en léttari sumar tjöld (2-3 season) en mun dýrari augljóslega. Auk þess sem stærð tjaldsins skiptir máli og fjöldi fólks sem sefur í því ;) Því fleirri því betra, því minna svefnrými því hlýrra.

  Þó veit ég ekki alveg með áfengið þar sem það víkar æðarnar í líkamanum sem gerir hann viðkvæmari fyrir kulda og eykur líkur á ofkælingu.. en svín virkar hinsvegar þegar engin hætta er á því :)

  Skál í botn !!

  Kv.

  Arnar

  #53944
  Sissi
  Moderator

  Ívar er náttúrulega alveg með þetta en það er ágætt að blanda sumu af þessu saman. T.d. tek ég stundum Einar Gunnar dýnu (einangrunar fyrir þá sem fatta mig ekki því ég er svo steiktur) sem ég er búinn að skera soldið af, nær kannski svona niður að hnésbótum eða tæplega það…

  plús…

  uppblásanlega. Þetta er gott combó. Einar Gunnar einangrar vel og loftdýnan er þægileg.

  Kuldadæmi tengist oft einangrun frá jörðinni, ég hendi líka stundum flísteppi undir dýnuna (-urnar) hjá kæfunni. Svo má skella bakpoka, aukafötum, línunni og allskonar sjitti þarna undir ef það er snjór og ekki pláss fyrir 2 dýnur í bakpokanum.

  Einnig er tilvalið að blanda saman áfengismagni og bólfélaga (hið fyrra leiðir oft til hins síðara). Eins og spakmælið segir:

  Skál í boðinu – bál í klofinu

  Sissi

  #53945
  Anonymous
  Inactive

  Vinur vor Karl Ingólfsson var með ágætis patent lausn á þessu vandamáli eins og flestum öðrum í fjallamennsku. Stuttu áður en þú ferð að sofa borðar þú tvær þverhandarþykkar sneiðar af lifrarpylsu. Þær eru svo tormeltar að maginn á þér er á fullu alla nóttina að reyna að melta þetta og þú hitnar innan frá við ósköpin. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti.
  Olli

  #53946
  gulli
  Participant

  Stríði nú ekki við þetta vandamál, er alltaf sjóðandi heitur ;)

  En hef heyrt að þetta dót sé alveg málið ef maður tímir aurunum í þetta:

  http://www.exped.com/exped/web/exped_homepage.nsf/b43HomePageE?openframeset

  Kv,
  Gulli

  #53947
  Anna Gudbjort
  Meðlimur

  Var einmitt að koma úr fjögurra daga kósí túr útí norð norskri mörkinni.

  Þegar ég veit að ég er að fara að liggja á snjó lengi, þá tek ég með mér tvær dýnur, eina gamla góða frauðplast og svo upplásna-ógeðslega-dýra-drasl-Artiach-dýnan-sem-núna-er-komin-gat-á. Ég tek líka með mér heimalagaðan flís poka sem ég hef sem læner í svefnpokanum.

  En eitt það besta húsmæðratrikk sem ég hef nokkurn tíman lært er að hita vatn/bræða snjó uppí vatnsflöskuna mína, kanski tvær meira að segja og skella þeim svo ofan í svefnpokan áður en ég legg mig. Djöfull er það tóstí. Og svo er vatnið ennþá volgt þegar ég vakna daginn eftir.
  Finnst þetta líka snilld þegar ég þarf að vappast um í kuldanum á kvöldin, skelli bara einni heitri Nalgene flösku inní jakkan og þá er ég ekki lengur fúl að eiga heimsins ömurlegasta dúnjakka.

  Ég svaf tvær nætur í snjóholu í síðustu viku með semí okei dúnsvefnpolan minn, flíslæner og heita Nalgene flösku til fóta og hef sjaldan sofið jafn vel…. og ég er típan sem er alltaf kalt.

  Já og svo hafa pakka af kexi innan seilingar. Éta þegar manni er kalt.

  Vona að þetta hjálpi ei-ð.

  #53948
  Robbi
  Participant

  Það er eitt sem virkar gríðarlega vel. Ég á svona „hand warmer“ sem er einn af mörgum í mínu safni. Þetta er lítð málmhylki og maður hellir í það hreinsuðu bensíni. Setur lokið á og kveikir á með kveikjara. Þetta verður fun heitt og helst heitt í marga marga klukkutíma, það er ekki íkveikjuhætta. Þetta er katalys burner hvernig sem það er skrifað.

  http://www.amazon.com/Zippo-zippo-20088-Hand-Warmer/dp/B000KGET4C/ref=pd_bbs_sr_3?ie=UTF8&s=home-garden&qid=1236957738&sr=8-3

  klárlega eina af mínum uppáhalds græjum. Hitarinn kemur í flíspoka. Hitar upp heilan svefnpoka með þessari græju.

  robbi

  #53949
  Siggi Tommi
  Participant

  Rétt er að geta þess að Robbi á einmitt svona handahitara í flestum stærðum og gerðum, þar með talið hjartalaga rómantískan sem allir fá að sjá og það er sterkur grunur um að hann eigi einn erótískan og dónalegan heima sem færri fá að sjá. :)

  #53950
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Stíga svefndansinn í dúnúlpunni rétt áður en farið er ofaní pokann + heitt vatn í nalgene flösku við tærnar + bolli af swiss miss og Havana Club þegar komið er í pokann + setja allt aukadrasl í tjaldinu undir dýnuna, ef þú manst að taka hana með + 4-5 maryland kökur og sopi úr heitu nalgene flöskunni ef þú vaknar.

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
 • You must be logged in to reply to this topic.