Hið rétta innræti Orkuveitu Reykjavíkur

Home Umræður Umræður Almennt Hið rétta innræti Orkuveitu Reykjavíkur

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44748
  1306795609
  Meðlimur

  Ég verð að segja að Orkuveitufólkinu er ekki að takast að starfa undir áferðarfalllegri ímynd hinna hreinu umhverfismeðvituðu vina útivistarfólksins sem OR hefur reynt að skapa.

  Eftirfarnandi er að finna á heimasíðu kayakklúbbsins, http://www.kayakklubburinn.is:

  „Í morgun [12. apríl] barst formanni kayakklúbbsins bréf frá OR og er hér úrdráttur úr því;

  „Af gefnu tilefni tilkynnist yður hér með að kayakróður hverskonar eða önnur umferð slíkra tækja er með öllu bönnuð á Elliðaánum, skv. ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur dags 11.apríl 2005. Bann þetta tekur gildi nú þegar.““

  Hérna kveður óneytanlega við annan tón en þegar Orkufyrirtæki reyna að réttlæta fyrirhugaðar framkvæmdir með því að slíkt fari svo vel saman við útivist.

  Það sjá allir sem vilja að þetta er vanhugsuð og illa röksudd valdnýðsla. Kayakróður kemst ekki á blað yfir umhverfisógnir á vatnasvæði Elliðaáa. Sá listinn er hins vegar langur: Umferðarhávaði og -mengun, raflýsing, mengað yfirborðsvatn af heilu borgarhlutunum, stórskipahöfn við ósana, orkuframleiðsla með tilheyrandi rennlisbreytingum og mannvirkjum, frárennsli frá byggð við Elliðavatn, salt- og alfaltmenguð snjóbráð frá snjóruðningum og sv. fr.

  Ég skora á félaga í Alpaklúbbnum að fylgjast með málinu því það er okkur mjög skylt. Kayakmenn eru nægjusamir náttúruunnendur sem eru að nýta umhverfi sitt (og það meira og minna manngert) til að stunda sitt áhugamál án nokkurs skaða fyrir menn eða dýr. Það þolir Orkuveitan ekki. Hins vegar þykir sjálfsagt að umturna óspilltum svæðum til að gera golfvelli og skíðasvæði svo borgarbúar geti notið „heilbrigðrar útiveru“. Að ekki sé minnst á þá snilldarhugmynd að veita hita- og efnamenguðu frávatni í hraun/sjó og kalla heilsulind/ylströnd.

  Nú er að skrúfa fyrir ofnana og sofa í dúnpokanum fyrir málstaðinn…

  Eiríkur Gíslason

  #49665
  Hrappur
  Meðlimur

  Hefur þetta ekki eithvað með lax og truflun á laxveiðum að gera?

  #49666
  2806763069
  Meðlimur

  Þetta er vel athugað hjá Eiríki (og reyndar Hrappi líka). Minnir mig óneytanlega á málið í Svínafellsjökli. Ég er sem fyrr á því að taka eigi hart á svona málum.

  Því miður skilst mér að stjórn Kajakklúbbsins hafi gersamlega lúffað í þessu máli svipað og stjórn ísalp þegar hún tók þegjandi og hljóðalaust við afsökunarbeiðni frá einhverri undirtillu frá Saga-film!

  Vonandi verður ný stjórn Ísalp öflugri í að láta í sér heyra þegar svona kemur upp!

  Rannsóknir sýna að kajak siglingar hafa engin áhrif á laxveiðar í ám og vötnum, auk þess sem svona tilskipanir standast víst einfaldlega ekki lög í landinu (en þetta er nú bara eitthvað sem kemur frá Kajakmönnum).

  Og hitt er nú bara frá mér, og ég fékk nú aldrei neina haldbæra skýringu á þessari furðulegu ákvörðun varðandi Svínafellsjökuls-málið, frekar en aðrir félagar.

  Kv. Ívar erfiði!

  #49667
  0607625979
  Meðlimur

  Stjórn kajakklúbbsins er ekki búin að lúffa í þessu máli en það hlýst ekkert af því að rjúka upp til handa og fóta án þess að vera með eitthvað verulega gott haldreipi.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.