Greiðsluseðlamistökin

Home Umræður Umræður Almennt Greiðsluseðlamistökin

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44606
    1908803629
    Participant

    Ég var rétt í þessu að senda tölvupóst á alla félagsmenn um mistökin sem urðu á gerð greiðsluseðla vegna innheimtunnar sem stendur yfir. Ég hef verið erlendis og gat því ekki fyrr en núna komist að lausn málsin, afsaka það.

    Í stuttu máli gerði starfsmaður bankans mistök sem fólust í því að gjalddagi og eindagi voru á sama degi og reikningurinn var gefin út auk þess sem dráttavextir voru settir á reikninginn. Þetta þýddi það að nánast allir sem hafa þegar greitt félagsgjöldin greiddu dráttavexti sem voru þó ekki komnir nema upp í 73 krónur í dag.

    Ég útskýri þetta allt í póstinum en unnið er að leiðréttingu á þessum málum og vildi starfsmaður bankans koma því á framfæri hve leiðinlegt sér þætti að þetta hafi gerst.

    Annars hvet ég alla þá sem eiga eftir að greiða félagsgjöldin að gera það bráðlega þar sem við munum senda út ársrit og félagsskírteini innan tíðar.

    Með kveðju frá Róm

    Ágúst Kr.
    gjalkeri Ísalp

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.