Grafarfoss

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Grafarfoss

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46871
  AB
  Participant

  Freysi, Sveinborg og undirritaður heimsóttu Grafarfoss í dag. Hann er í fínum aðstæðum.

  Við fórum upp á sylluna (hellinn) fyrir miðjum fossi og þaðan upp brattan vegg til hægri. Orginalinn leit út fyrir að vera dálítið blautur.

  Úr fjarska virtist Kókostréð vera í aðstæðum.

  AB

  #53293
  Skabbi
  Participant

  Við Gulli og Viðar viljum vera eins og þið og skelltum okkur í Grafarfossinn uppúr hádegi í dag. Það er enginn lýgi að Fossinn er í firnagóðum aðstæðum, fastur fyrir, temmilega þurr og ekkert holhljóð! Reikna með því að við höfum farið sömu leið og þið í gær. Fleiri leiðir eflaust vel færar.

  Kokostréð var tööööff, en okkur skorti dagsbirtu.

  Svei mér þá, ég held að Grafarfossinn hafi bara batnað um helming eftir að hann varð klassískur!

  Allez!

  Skabbi

  #53294
  Páll Sveinsson
  Participant

  Bara svo það sé á hreinu þá tel ég Grafarfossinn vera topppurinn af klassik leiðum.
  Ef einhver veit ekki hvernig klassik lítur út á ætti þessi mynd að hjálpa.

  http://www.isalp.is/gallery.php?id=3689_925_1

  kv.
  Palli

  #53295
  gulli
  Participant

  Klárlega klassík :)

  Nokkrar myndir, http://grettisgata.eitthvad.is/main.php?g2_itemId=33822

  Kveðja,
  Gulli

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.