GPS hnit á Snæfellsjökul?

Home Umræður Umræður Almennt GPS hnit á Snæfellsjökul?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47155
    2608745279
    Meðlimur

    Góðan daginn,

    við erum á leið á Snæfellsjökul á fjallaskíðum næstu helgi. Býr einhver svo vel að vera með GPS hnit fyrir gönguna?

    Með fyrirfram þökk

    kkv hrund

    (gsm 8956371)

    #56751

    Sæl Hrund

    GPS hnit og aðrar leiðarupplýsingar er hægt að nálgast víða. Ég nefni sem dæmi síðuna Wikiloc (www.wikiloc.com). Þar má finna GPS ferla (track) sem notendur hafa hlaðið inn til að geta sannað fyrir vinum sínum hvað þeir eru víðförlir. Ég fór til að mynda upp á Snæfellsjökul 28. maí og hér: http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=1730914 má nálgast ferilinn minn á wikiloc. Þú getur halað þessu niður og opnað í tilheyrandi GPS forriti (t.d. MapSource fyrir Garmin tæki) og jafnvel búið til GPS punkta eða nota ferilinn til viðmiðunar. Þetta er svipuð eða nánast sama leið og troðarinn fer þegar hann fer upp á topp. Þessa leið er ágætt að skíða eins og snjórinn nær. Ætla ekki að fullyrða hvort þetta er besta skíðaleiðin á Snæfellsjökli.

    Ég ætla samt að ítreka að GPS gögnum af netinu á maður alltaf að taka með fyrirvara. Þau henta best til að hafa til viðmiðunar. Best er að velja leiðina með almennri skynsemi þegar á staðinn er komið, en ekki treysta blindandi á tölur úr tækinu…nema skyggnið sé afleitt auðvitað.

    Kveðja og góða ferð.
    Raggi Þ.

    Slóðir
    http://www.wikiloc.com
    http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=1730914hér

    #56758
    2608745279
    Meðlimur

    Sæll Raggi

    Kærar þakkir fyrir þetta!

    allra bestu

    hrund

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.