Glymsgil og fleira

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Glymsgil og fleira

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45627
  AB
  Participant

  Fór í Glymsgil í dag með Steppo, Óla Ragga og Sigga Skarp. Áttum góðan og rólegan klifurdag með tilheyrandi te- og Gammeldansk drykkju. Aðstæður nokkuð góðar, en lítill ís í mörgum leiðum, t.d. Hvölunum. Halli, Olli og Ingvar geta sagt betur frá því, þeir fóru í Hval 2.
  Við gengum talsvert inn í gilið, áin er ekki alveg frosin, en með smá brölti og hliðrunum er hægt að komast talsvert áleiðis. Held þó að ekki sé hægt að ganga inn alla leið… Glymur virtist úr fjarlægð vera í aðstæðum.

  Múlafjallið er í góðum aðstæðum, Brynjudalur ágætur, einhverjir voru þó að bakka úr Ýring þegar okkur bar að. Oríon var vel snjóþakinn og hengja efst. Ekkert sást inn í Eilífsdal sökum skyggnisleysis.

  Það er nú eins og það er.

  Kveðja
  AB

  #49274
  Anonymous
  Inactive

  Við Halli og Ingvar fórum inn Glymsgil og getum staðfest það að það er illmögulegt að komast inn í enda. Við fórum í Hval II og gekk það mjög vel. Við fórum leiðina í tveimur alveg stýfum 60 metra spönnum. Við fórum ekki orginal leiðina heldur fórum við upp talsvert vinstra megin við þar sem farið var upprunalega. Orginal leiðin endar í rúmlega 20m lóðréttu frekar kertuðu frístandandi kerti. Leiðin vinstra megin(sem við klifruðum) var frekar þunn á köflum og þurfti að taka dugleg „runout“ í léttu klifri með litlar tryggingar. Krúxinn er rúmlega 10 metra mjög mjótt lóðrétt ísskjæni sem er alveg sæmilega tryggjanlegt. Þar fyrir ofan er ísinn alveg ótrúlega góður alveg upp á brún. Veður var frábær og allar aðstæður ákjósanlegar. Leiðin Greanpeace er þunn en klifranleg fyrir þá sem þora ef hægt er að böðlast fyrstu spönnina í mosaklifri og tryggingum sennilega með vörtusvínum. Mér sýndist Glymur og þrymur vera í aðstæðum og allt fyrir neðan hvalina, leiðir eins og Spönnin, Krókurinn, og Keldan eru í mega feitum og flottum aðstæðum. Hvalur I og Hvalur II eru báðir í góðum aðstæðum en Hvalur III er ekki alveg frosinn saman ennþá efst. Leiðirnar fyrir ofan Hvalina Þorsti, Garri og Svali eru í frábærum aðstæðum og get ég ekki annað en mælt með þeim fyrir þá sem vilja stuttar en krefjandi og glæsilega leiðir. Múlafjallið er í einstökum aðstæðum og hef ég sjaldan séð jafn mikinn ís þarna. Nú er um að gera að dusta rykið af öxunum og fara að leika sér.
  Klifurkveðjur Olli

  #49275
  Ólafur
  Participant

  Ég labbaði upp með brún Glymsgilsins og tók slatta af myndum af aðstæðum…kem þeim inná isalp.is á morgun.

  órh

  #49276
  Anonymous
  Inactive

  Voru virkilega ekki fleiri að klifra um helgina. Hvað með Haukadalsfara, er ekki hægt að fá smá skýrslu???

  #49277
  1210853809
  Meðlimur

  Við fórum fjórir í Ýringinn á Laugardaginn og þar af var einn að fara í eina af sínum fyrstu ísklifurferðu. Aðstæðurnar voru með besta móti, ísinn fínn en mikill snjór undir mörgum af höftunum og hengja fyrir ofan sum sem þurfti að moka sig í gegnum. Við beiluðum á seinasta, og erfiðasta, hlutanum bæði vegna nýliðans og líka vegna þess að ég hafði ekki hreðjarnar í að leiða þetta. Svo það voru sem sagt við sem bökkuðum út úr Ýringnum eins og Andri talaði um.
  Gaman að sjá hvað það voru margir að klifra um helgina og gaman væri að heyra frá Haukadalsförum

  klifurkveðjur,
  Jósef

  #49278
  Páll Sveinsson
  Participant

  Lítið gaman að gefa skýrslu ef engar myndir byrtast á vefnum.

  Palli

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.