Glimrandi Grafarfoss

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Glimrandi Grafarfoss

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45720
  2502614709
  Participant

  Það fréttist lítið af klifri í Múlafjalli var fullt af fólki þar um helgina?
  Ég fór ásamt Haraldi Erni í Grafarfoss í gær – helv. fínt fórum venjulegu leiðina lengst t.h. Vegna anna á laugardagskveldi fórum við seint af stað byrjuðum að klifra kl. 13:30 í glaða sólskini enda morknaði svoldið þegar ofar dróg. Halli var að prófa nýjar axir svo hann fékk að leiða! og við spændum þetta á rúmum tveim tímum.

  #48385
  1410693309
  Meðlimur

  Voruð þið bara tveir? Ummerkin bentu til þess að þarna hefði verið haldið ísklifursnámskeið ÍSALP með metþátttöku. Við Jón Þorgrímsson fórum orginalinn á sunnudag. Tek undir að fossinn er í mjög góðum aðstæðum þótt e.t.v. sé minni ís í honum en maður hefði ætlað fyrirfram. Dírekt leit mjög vel út. Fyrir áhugamenn um frístandandi kerti er rétt að taka fram kókostréið (í Kistufelli) var komið niður og leit mjög æsandi út. Hver nennir að klöngrast upp í Múlafjall með þessar aðstæður í heimraðanum?

  #48386
  Anonymous
  Inactive

  Það var planið hjá mér að fara í Grafarfoss á sunnudeginum en ég var blásaklaus að renna mér á skíðum í Bláfjöllum á laugardeginum þegar einhver bretta dúddi var að stytta sér leið í skálann og renndi sér þvert á mig. Mér var sagt þetta því ég man ekkert hvað gerðist en steinrotaðist í smá tíma og brákaði tvö rifbein en brettarinn var nægjanlega viti borinn til að forða sér áður en ég raknaði úr vímunni. Af þessum sökum var ég eins og naut í flagi að óskapast yfir veðrinu í gær og geta ekkert leikið mér en það kemur dagur á eftir þessum he he Olli

  #48387
  0405614209
  Participant

  Þú ert nú meira ólukkutröllið Olli. Bílveltur og svínanar. Hefðir þú verið með lausann hælinn þá hefði ekkert komið fyrir þig og hefðir þú haft vit á því að vera í ísklifri en ekki á skíðum þá værir þú stráheill.

  Kveðja
  Halldór formaður

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.