- This topic is empty.
- 
		HöfundurSvör
- 
		
			
				
12. júlí, 2009 at 21:09 #46566 2808714359Meðlimur 2808714359Meðlimurjæjabæja, var að vakna eftir að hafa gengið Glerárdalshringinn í gær og í nótt. Verð að viðurkenna að ég var pínu þreyttur, og jafnvel aumur á nokkrum stöðum. Fyrir þá sem ekki vita er Glerárdalshringurinn fjallgönguviðburður sem genginn er einu sinni á ári. Gengið er frá skíðahótelinu í Hlíðarfjalli upp á Hlíðarfjall og þaðan (eins og leið liggur alls ekki) alla toppa hringinn í kringum Glerárdalinn og endað á Súlum. Þetta er 45km. leið og 24 fjöll með samtals hækkun upp á litla 4500m. Kerling er hæst 1538 m.y.s. og eru 11 fjöll í hringnum yfir 1400 m. Í ár var metþáttaka uþb. 140 manns. Fólk velur sér hraðahóp A, B eða C. A hópurinn gengur leiðina á um 20 tímum, B hópur á um 24 tímum og C á um 28 tímum. Síðan getur fólk dottið niður um hópa og hóparnir skiptast upp eftir getu göngumanna. Færið og veðrið í ár var frábært. Sól og milt næstum allan tímann og töluverður snjór sem gerir leiðina auðveldari. Þetta var fyrsta skiptið mitt og gekk ég með B hóp sem kláraði á rúmum 21 tíma sem er frábær tími fyrir B hóp. 
 Glerárdalshringurinn er frábært ævintýri fyrir þá sem vilja athuga hversu mikið þeir þola og eru haldnir umtalsverðri sjálfspíningarhvöt því það er ótrúlegt hvað mann getur verkjað á marga staði eftir svona langa göngu.kíkið á heimasíðu Glerárdalshringsins til að kynna ykkur málið betur: http://www.24×24.is kv 
 Jón Heiðar
- 
		HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.
