Gilligill

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Gilligill

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46762
  Skabbi
  Participant

  Við Ívar kíktum í klifur í góða veðrinu í dag. Fórum í fallegt lítið þil í gilinu fyrir ofan bæinn Gil á Kjalarnesi (Gilgil?). Fleiri spannir eru fyrir ofan þá sem við fórum, kannski ekki jafn brattar en vafalaust má hafa gaman af þeim. Stutt keyrsla, örstutt aðkoma, fínt klifur. Miðað við þetta er stórfurðulegt að ekki skuli vera sótt meira í þetta.

  Gamanaðessu!

  Skabbi

  #53306
  Freyr Ingi
  Participant

  Tókuði myndir?

  Held ég fatti hvað þetta þilagil er en ekki viss.

  Freysi

  #53307
  AB
  Participant

  Upplýsingar um Vallárdal í Esjuleiðarvísi frá ´85:

  „Þröngur og stuttur hangandi dalur sunnan til í Esjunni vestan Vesturbrúna. Neðan hans er Vallárgil…“

  Svo er leiðinni lýst:

  „Vallárgil – ís.

  Gr.: 3. L.: 80m. T.: 1-1 1/2 klst.

  Fyrst farin: Mars 1983, Hreinn Magnússon, Ari Trausti Guðmundsson, Olgeir Sigmarsson. Ísleið sem felst í tveimur 15-20 m. háum íshöftum. Höftin eru reyndar mishá eftir snjóalögum og hafa jafnvel horfið alveg í snjóþyngslum.“

  Gæti þetta passað?

  AB

  #53308
  Skabbi
  Participant

  Laukrétt hjá þér herra Bjarnason!

  Í snjóleysi er þilið líklega brattara en 3. gráða, en hægt er að fara margar misbrattar leiðir upp. Í miklum snjó er líklega best að halda sig fjarri.

  Skabbi

  #53309
  1811843029
  Meðlimur

  Ég og Doddi fórum í gilið ofan við Gil áðan. Ljómandi skemmtilegt en kláruðum reyndar ekki útaf skafrenningi og tímaleysi. Fín leið með alveg mega þægilegri aðkomu.

  #53310
  Skabbi
  Participant

  Kúl, erum við að tala um wannabe klassík?

  Allez!

  Skabbi

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.