Fjölspannaleiðir fyrir byrjendur

Home Umræður Umræður Almennt Fjölspannaleiðir fyrir byrjendur

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46303
    1108755689
    Meðlimur

    Einhverjar hugmyndir?

    #52070
    2806763069
    Meðlimur

    Grafarfossinn orginal er bara 3.gr. Reyndar er isinn stundum sma morkinn sem gæti verdi sma vandamal.

    Inni i Haukadal i vegnum a moti 240min og theim leidum er mjøg god 2-3 spanna leid sem er mjøg audveld.

    55gr.Nordur i Buhømrum hefur ørugglega verid fysta fjølspanna fyrir marga.

    Inni i kjos er mikid af audveldum leidum, eg thekki ekki vel til thar en that ætti ad veda audvelt ad finna eitthvad.

    I Hvalfirdi a moti Mulafjalli eru einhverjar leidir sem menn hafa verid ad klifra. Minnir ad einhverstadar seu til skemmtilegar myndir af theim a netinu.

    Hægri leidin i Villingardal er heldur ekki svo erfid og nær tveimur skemmtilegum spønnum.

    Svo er that natturulega konungru ævityra isklifurs i lettari kanntinum, Einfarinn inni i Eylifsdal. Algert møst fyrir alla klifrarar med sjalfsvirdingu. Agæt ad athuga ad sidast spønnin er ekki alltaf gefin, getur verid mikill snjor ed engin is. En tha er bara ad bæta i reynslubankann (annad hvort med ad djøflast upp eda siga nidur).

    Nokkur snjo gil i Vesturbrunum gætu lika verid skemmtileg en eru liklega ekki eins mikid klifur og thu ert ad leita ad.

    Thetta væri nu annars hugmynd ad godri grein i næsta arsrit. Godar og audveldar fjølspanna leidir! Svona thar sem nylidun i klubbnum hefur verid med betra moti sidustu ar.

    Thid hinn bætid endilega vid thennan lista! Virkilega ahugaverd spurning sem ørugglega margir vilja fa svar vid.

    kv. ur sofanum!

    #52071
    0311783479
    Meðlimur

    Tek undir med Ivari ad haegri leidin i Villingadal er fyrirtaks fyrsta fjolspannaleid. Eg for hana sem mina fyrstu fjolspannaleid med ekki omerkari monnum Sigga Skarp og Steina Thorbjorns (Kjarra brodur). Thetta var a annan i jolum minn fyrsta isklifurvetur.

    Hvammsvik hefur lika finar 2-3 spanna leidir, stollottar med ekkert of miklu approach-i.

    Fanta finar myndir ur Thilinu!!!

    Bestu kvedjur
    Halli

    #52072
    AB
    Participant

    Ég tek undir með Ívari að Einfari í Elífsdal býður upp á frábært ævintýraklifur. Vissulega er hún ekki algjör byrjendaleið en fyrir þá sem hafa smá reynslu af ísklifri og grunnþekkingu á vetrarfjallamennsku (snjóflóðaþekkingu m.a.) þá er leiðin algjör nauðsyn. Ég klifraði fyrst Einfara með Steppo fyrir rúmum 5 árum (fooookkk hvað tíminn líður). Það var í nóvember og það var full heitt í veðri. Neðsta spönnin var frábært WI3 klifur en restin var ís- og snjólaus að mestu. Við klifruðum þá kletta, skriðum út syllu og mixuðum okkur upp með hugmyndaflugi og reddingum. Frábær dagur og þarna safnaðist drjúgt í reynslubankann, að mér fannst.

    Sömuleiðis er leiðin Kleifarfoss í Þyrli mjög þægileg ísleið. Leiðin liggur mjög austarlega í fjallinu. Fyrsta spönn liggur upp stutt ca. 70° haft sem leiðir mann í ca 50m ísbrekku. Seinni spönnin er klassísk 3. gráða. Svo er gengið niður til austurs.

    Góða skemmtun.

    Kveðja,
    AB

    #52073
    Sissi
    Moderator

    Það er ansi skemmtileg leið inni í Kjós, vestanmegin, sem heitir Spori, er í svona skál ofan við einn bæinn þarna, maður rekur augun í smá ís þarna frá veginum.

    Skemmtileg leið og klifrast í 2 spönnum ef það er ekki allt troðið af snjó þarna. Alltof sjaldan klifin (bóndinn sagði að hann hefði bara séð einhverja kana þarna fyrir nokkrum árum þegar við vorum á ferðinni)

    http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=158375

    SF

    #52074
    Sissi
    Moderator

    Ótengt mál – vöruhúsið hjá Alpinist brann svo þetta væri ekki slæmur tími fyrir þá ef menn myndu gerast áskrifendur, sem hafa á annað borð áhuga á slíku.

    Í nýjasta tölublaðinu er grein eftir Ines Papert og að mér sýnist forsíðumynd úr Kinninni.

    Besta fjallamennskublað heims skv. heimsþekktum mönnum á borð við Harald Guðmundsson og hinum eilítið minna þekkta Reinhold Messner.

    http://www.alpinist.com/

    „Ines Papert had always dreamed of the perfect ice climb–until a trip to Iceland with Audrey Gariepy taught her she’d have to create it herself.“

    Siz

    #52075

    Var að fá Alpinist rjúkandi heitt úr prentsmiðjunni áðan. Gríðarlega fott grein um Köldukinn eftir Ines Papert.

    Ági

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
  • You must be logged in to reply to this topic.