Fínar aðstæður í Eilífsdal

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Fínar aðstæður í Eilífsdal

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45729
    Bergur Einarsson
    Participant

    Kíktum nokkrir Hafnfirðingar í Eilífsdalinn á sunnudaginn. Nóg af ís í neðara haftinu í Einfaranum og Tjaldsúlunum. Efri hluti Einfarans er þó íslítill og lítill snjór í kverkinni og væntanlega erfitt að klára upp úr honum þar en Tvífarinn er orðin vel þykkur.

    #52011
    Siggi Tommi
    Participant

    Ég og ungstirnið Danni G fórum í Múlafjall í gær.
    Stígandi í fínum en þó pínu kertuðum og blautum aðstæðum (fórum hann upp á topp).
    Hættum við Rísanda því fyrsta haftið þar var mígandi og heldur þunnt. Aðrar leiðir allar að koma til, t.d. Íste.

    Náðum þokkalegum myndum af Brynjudal og Eilífsdal á leiðinni heim. Hafnfirðingarnir geta reynt að spotta sjálfa sig á myndinni (tekin um kl. 2:30 í gær)…

    Sjá nánar á:
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/SklifurMLafjall2Des2007

    #52012
    Gummi St
    Participant

    Trítlaði inní Glymsgil á sunnudag… þar var ekkert hægt að gera.. alveg gjörsamlega íslaust, bara smá skánir farnar að myndast.. vorum alltof seinir á ferðinni þannig að það var bara farið heim.

    Fórum stíganda á sunnudeginum fyrir viku, þá var hann svipaður og Sigurður lýsir, mjög gaman…

    kv. Gummi St.

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.