Eyjafjöll – Ingimundur og Pöstin

Home Umræður Umræður Klettaklifur Eyjafjöll – Ingimundur og Pöstin

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47147
  Siggi Tommi
  Participant

  Ég og Robbi skelltum okkur í Eyjafjöllin í gær í stað þess að mæta í vinnuna. Algjör snilld svo ekki sé meira sagt.
  Fórum leiðina Munda á Ingimund og allar stóru leiðirnar í Pöstinni.
  Sjá ferðasögu og myndaalbúm á Síðum félaga ef menn hafa áhuga á upplýsingum um svæðin.

  #48788
  0309673729
  Participant

  Stórgott. Skemmtileg og fræðandi lýsing, og fínar myndir.
  Meira svona frá fleirum.

  kveðja
  Helgi Borg

  #48789
  0311783479
  Meðlimur

  Klassi piltar !!!
  -kv.
  Halli

  #48790
  1802862769
  Meðlimur

  Þessir klettar þarna í pöstinni eru eitthvað undur bara, annars var ég að vinna þarna í fyrrasumar í skriðunum við að fleygja grasfræjum og áburði í skriðurnar, með ágætis árangri held ég bara, og kíkti þarna einusinni í pöstina, stórskemmtilegt svæði. Og já, góð greinin hjá þér..

  #48791
  2806763069
  Meðlimur

  Var að renna yfir textan ykkar á síðum félaga og það kom upp smá Hardcore í mér. Þið ungu strákar eruð orðnir allt of góðu vanir í plastklifri og boltuðum dótaleiðum á Hnappavöllum. Í miðjuleiðina verður að setja inn eitthvað af dótti í byrjun og er það bara sjálfsagt mál. Ef ég man rétt var leiðin lengst til vinstri bara létt upp að boltanum og vinstra meigin við hana er dóttaleið sem fær svipaða gráðu en fáir vita um því hún er varla tryggjanlega með öðru en #1 hnetum. Svona leið fyrir alvöru nagla (hef aldrei orðið það klikkaður að ég láti mér detta í hug að reyna hana þrátt fyrir tvískiptan persónuleika). Langi Seli er svo hrein og tær snild og erfiða klippið með ground hættunni gerir hana bara betri. Menn ættu frekar að hugsa að gömlu kallarnir gátu klifrað þessar leiðir svona og bíta á jaxlinn og klifra bara.

  En svona ykkur til huggunar sögðu gömlukallarnir það sama um okkur þegar við vorum litlir (og segja enn)!

  #48792
  Siggi Tommi
  Participant

  Ja, aetli eg teljist nu til „ungu strakanna“ kominn langleidina i thritugsaldurinn (27) en eg tek thessu nu ekkert illa hja Kjarnanum… :)
  Thessa bradabirgdagradun hja mer ma ekki taka of hatidlega en tho hef eg prilad thad mikid i grjoti (ekki bara a Voellunum) ad eg hef vonandi thokkalega tilfinningu fyrir leidum af thessum erfidleika. Madur tharf samt ad maeta tharna og testa thetta dot aftur og endurskoda thetta, thvi vid forum hverja leid bara einu sinni a mann.
  Goda skemmtun.

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.