Eyjafjallajökull

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Eyjafjallajökull

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46453
  0808794749
  Meðlimur

  Veðurspáin fyrir morgundaginn lítur vel út. Einhver til í rölt og rennsli á Eyjafjallajökul?

  #51367
  Freyr Ingi
  Participant

  Heyrði í Sveinborgu áðan og ekki vantaði lýsigarorðin yfir rennslisferð hennar og Tinnu niður Eyjó. Þær stöllur vantaði heldur ekki félagsskap þar sem þær hittu 8 aðra í svipuðum erindagjörðum í sumarblíðunni á jöklinum.

  Hverjir gerðu hvað í dag, sumardaginn besta (so far)

  Freyr

  #51368
  2303842159
  Meðlimur

  Ég og Viðar fórum leiðina Austurrif upp á Skarðshornið.

  Klassa leið á klassa degi!

  Nokkrar myndir á:

  http://picasaweb.google.com/HaukurElvar/Austurrif

  #51369
  Sissi
  Moderator

  Djöfull er þetta töff, glæsilegt hjá ykkur!

  Ég var samt duglegur í gær, drakk 2 latté með vanillusýrópi Í RÖÐ í góða veðrinu! Geri aðrir betur.

  Siz

  #51370
  2008633059
  Meðlimur

  Virkilega flottar myndir! Væri þægilegt ef hægt er að setja linka á öll svona myndasöfn á einn stað á ÍSALP vefnum. Svo er bara að kýla á hugmyndina sem Friðjón kom með um (árleg?) ÍSALP-verðlaun fyrir bestu fjalla/klifurmyndirnar sem félagar senda inn. Mætti t.d. nota bestu myndina á forsíðu ársritsins, hafa myndasýningu í tengslum við Banff o.s.frv.

  #51371
  2806763069
  Meðlimur

  Þetta hljómar vel. Ísalp ætti að áskilja sér rétt til að nota allar myndirnar á síðunni. Þannig kæmi meiri fjölbreytileiki hér á vefinn (þó þetta séu allt frábærar myndir sem Helgi hefur valið hingað til).

  Skemmtilegast væri ef hægt væri að hafa mismunandi flokka t.d.

  Náttúra
  Ísklifur
  Fjallamennska
  Klettaklifur
  Skíði
  Almenn útivera.

  Og svo sú besta.

  Þeir sem gefa verðlaun gætu svo fengið að nota þær myndir sem hljóta verðlaun. Annars ætti nú að vera hægt að gera þetta áhugavert án þess að um sé að ræða einhverjar ógurlegar fjárhæðir í verðlaunum (enda er slíkt heljar bögg fyrir þá sem að keppninni standa).

  Annars greinilega frábær dagur á fjöllum hjá Hauki og Viðari. Fjallagleðin skín út úr hverri mynd. Um að gera fyrir sem flesta að nýta nú tækifærið og skella sér í Skarðsheiðina.
  Í góðum ísaðstæðum eru þessir veggir (þekki nú reyndar bara Skessuhornið sjálfur) frábær staður til að stíga fyrstu skrefin í alvöru fjölspanna klifri.
  Svo eru þetta líka bara snildar klifur sem maður fær aldrei leið á, eins og sést á þeim Hauki og Viðari.

  Kv. Sófacore

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.