Extreme á Popp Tívi

Home Umræður Umræður Almennt Extreme á Popp Tívi

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46115
  0703784699
  Meðlimur

  Varð þess heiðurs aðnjótandi að geta litið á síðustu mínútur Extreme þáttar á sjónvarpsstöðinni Popp Tívi í gærkvöldi. Náði þar að sjá smá íshokkí og íslandsmet í hávaða í græjum í bílum. Gaman að sjá smá íshokkí, hvað er að gerast í þeim efnum hér á landi ofl. En toppurinn af öllu Extreme fannst mér, þegar Aukaraf náði næstum því að sprengja 160 desibela múrinn með græjum einum saman troðið í einn forláta fólksbíl. Ekki náðist þó nema 159 desibel sem er núverandi íslandsmet og gaman verður því að fylgjast með í komandi Extreme þáttum hvenær það verður slegið.

  Annars þá verður þessi þáttur á dagskrá á Popp Tívi og ef einhverjir eiga spennandi efni eða vilja láta taka upp eitthvað stunt fyrir sig þá endilega tala við þá sem sjá um þennan þátt. En þeir voru sem sagt að bjóðast til þess að skjóta myndum af fíflalátum ef einhverjir vilja til að sýna í þættinum sem og að óska eftir áðuruppteknu efni.

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.