Enn eitt dauðsfall í háfjallaskíðamennsku

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Enn eitt dauðsfall í háfjallaskíðamennsku

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47408
  1001813049
  Meðlimur

  Sænski skíðamaðurinn Fredric Ericsson lést í morgun í tilraun til að klifra og skíða K2

  Frétt um þetta meðal annars hér:

  http://friflyt.no/index.php?pagenr=12&articlenr=59434

  Hann afrekaði að klifra og skíða nokkur af hæstu fjöllum heims auk þess sem hann skíðaði á Tröllaskaga og Snæfellsjökli í fyrra eða hitteðfyrra.

  http://www.fredrikericsson.com/

  Enn einn öflugur skíðamaður og fjallagarpur sem lætur lífið

  #55535
  1812734299
  Meðlimur

  Erfitt að horfa á eftir Fredrik Ericsson. Hann var hér á Íslandi í annað skiptið í vor að skíða á Tröllaskaganum. Hann var með tökuliði frá fyrirtækinu Freeradicals að vinna að kafla til að setja í næstu skíðamynd fyrirtækisins. Ég vann með Fredrik í nokkra daga og eftir situr minning um jarðbundin og hjartahlýjan einstakling sem að heillaði alla þá sem hann hitti með góðri nærveru. Hann talaði um að koma aftur til Íslands næsta vor til að skíða meira því Ísland togaði í hann.

  Það má sjá myndir af Fredrik frá því í vor á þessum link: http://gudmundurtomasson.photoshelter.com/gallery/Arctic-Heli-Skiing-2010/G0000NKSiUYHGTGE/

  Nánari lýsing á því sem gerðist:
  http://www.gerlinde-kaltenbrunner.at/en/category/expeditionstagebuch/k2-expedition-2010

  Gummi

  #55537
  Skabbi
  Participant

  Leitt að heyra, hljómar eins og mikill snillingur. Ég þekkti manninn því miður ekki en samhryggist þeim sem það gerðu.

  Skabbi

  #55538
  3110665799
  Meðlimur

  Flott orð Guðmundur! En leiðinlegar fréttir!

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.