Eilífsdalur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Eilífsdalur

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44980
  Siggi Tommi
  Participant

  Eftir að hafa ekki komist á hið gríðarfjölmenna ísfestival í dal Haukanna var ákveðið að reyna að gera eitthvað úr helginni og halda til freðinna lækjarspræna í nágrenni Sódómu í gær.
  Eftir mikið aðstæðna skraf í símann á laugardagskvöld við ferðafélagann Steppó vonn Knás var talið minnst óhyggilegt að halda og heimsækja Eilíf hinn illa og prófa hinar annars ágætu leiðir sem liggja svo hátt yfir sjávarmáli sem mest verður á þeim svæðum sem í boði voru.
  Morguninn lofaði ekki sérlega góðu, 3°C og þokuúði í borginni en tekið var tillit til hins gullna orðtækis „eigi skal í bænum beila“ og því brunað handan við Esjildið í leit að einhverju til að brjóta.
  Dalurinn var að mestu snjólaus fyrr en í ca. 300m hæð en þar var allt þakið kyrfilega blautum snjó sem allt ætlaði í kaf að færa. Eftir hið hefðbundna tölt inneftir sáum við að miðju Tjaldsúlan leit mjög vel út og Einfarinn alveg á kafi í snjó nyrst en Tvífarinn í massa aðstæðum alveg upp á brún. Hinar Súlurnar voru ekki samfelldar, Tjaldið náði ekki alveg saman en Þilið sæmilega samfellt en vissulega þunnt í mittið.
  Rétt áður en við komum upp að Tjaldsúlunni, sem við hugðumst príla byrjuðu drunurnar og virtust þær koma úr S-smettunum þar sem farið er niður af toppinum. Leist okkur misvel á þann hávaða enda hitinn kominn vel yfir 5 stiginn líklega. Þrjóskan í mér píndi okkur þó áfram og vildum við síður hanga mikið undir Einfaranum út af hengjunum ofan hans en ætluðum að skella okkur í leið sunnan við hann sem Steppó og Óli nefndu „Þursinn“ (sem þeir fóru upp um árið á einu axarpari) en ekki er vitað um rétttrúnaðarnafn þeirrar leiðar.
  Línan var í góðu standi en mikil ósköp rann nú vatnið þarna fram af. Þegar fimmta hengjan eða kertið hrundi úr nærliggjandi hlíðum ákváðum við að dagurinn í dag væri ekki sá sem við hyggðumst taka þátt í svona rugli og héldum því heim á leið.
  Skelltum okkur í staðinn í plastklefur uppi á Malarhöbbða til að reyna á eitthvað annað en lappirnar.

  En s.s. nóg er af ís í dalnum og vonandi að þessum bévítans hlýindum fari brátt að ljúka svo eitthvað verði nú eftir af gúmmelaðinu eftir páska…
  Nóg um það!

  #49470
  0703784699
  Meðlimur

  hmm….mæli með að taka sumarfríið (eða allaveganna part af því) snemma og skella sér á flugmiða til Osló, bílaleigubíl og skunda til Rjukan þar sem aðstæður eru hinar bestu og klifra í nokkra daga, koma síðan heim og leggja öxunum og hætta að treysta á það óútreiknanlega, þeas veðrið á Íslandi!!!!

  Himmi kominn á klakann á ný og tilbúinn í ný ævintýri…..

  #49471
  Hrappur
  Meðlimur

  Mæli með því að allt klifur ís og kletta verði aflagt hér á landi vegna óhagstæðra veðuraðstæðna en áður en þið hendið öxunum væri ekki úr vegi að berja sig fyrst fast í höfuðið með þeim, þessar aðfarir myndu stórauka líkur okkar á að komast í þá einu íþrótt sem henntar landi og þjóð og þá einu sem Íslendingar hafa getað eithvað í n.b. sund fatlaðra.

  Sjáumst á næstu Ólympíuleikum

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.