Brynjudalur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Brynjudalur

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47297
  3110665799
  Meðlimur

  Jæja hverjir voru að paufast í Brynjudal síðastliðinn sunnudag? Enga feimni!

  #54997

  Tja, við vorum 3 í Flugugili á sunnudag og tókum ekki eftir neinum öðrum.

  Ági

  ps. Ég, Gunni Magg og Hrönn Ólafs klifruðum leiðina beint á móti Spora í gær( sömu og Freyr og félagi á sunnudag). Hún var bara fín svosem.

  psps. Er einhver laus í klifur á morgun, miðvikudag? Langar að ná einum degi í viðbót fyrir hlákuskotið. S: 695 3310

  #55007
  Bergur Einarsson
  Participant

  Við fórum fjórir úr Hafnarfirðinum, ég, Raggi Þrastar, Tómas og Örvar. Kíktum í fossana í klettabeltinu norðanmegin í dalnum og ætluðum að hafa þetta kósíklifur í sól og sumaryl. Okkur til mikillar mæðu þá er sólin svo lágt á lofti að hún kom aldrei yfir fjöllinn.

  Klifurðum tvær augljósar einnaspanna leiðir ofan við eyðibýlið Hrísakot. Kíktum síðan að lokum í hausljósa klifur í næst neðsta haftinu í Húsagili, ánni sem rennur undir brúnna við beygjuna á veginum inn dalinn. Það var svo sem aðalega gert í tilefni af því hversu vel frosið þetta var allt saman.

  #55033
  2309842399
  Meðlimur

  Örvar er búin að setja inn myndir frá klifrinu,

  http://www.flickr.com/photos/16906636@N05/

  Um að gera að nýta hlákuna í að skoða myndir.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.