bókmenntir og saga

Home Umræður Umræður Almennt bókmenntir og saga

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45516
  2806763069
  Meðlimur

  Svona í tilefni að því að menn tóku vel smá umræðuþráð sem fór út í bókmennta- og söguumræðu:

  Sir Chris Bonington skapaði sér nafn á sínum tíma sem afar hæfur leiðangursstjóri og rithöfundur (og klifrari vel yfir meðallagi, þó fyrrgreindir hæfileikar séu grunnurinn að frægð hans og ástæðan fyrir Sir titlinum).
  Ég á og las á sínum tíma af áfergju bókina The Climbers eftir Bonington sem fjallar í stórum dráttum um sögu fjallamennsku og klifurs. Eitt það minnisstæðasta úr þessari bók er þegar hann ræðir um tengsli fjallamennsku og Ólympíuleikanna. Á tímum Hitlers og félaga var klifur einn af þeim hlutum sem hinn aríski kynstofn veifaði sem stolti sínu.
  Þegar leikarnir voru haldnir í Þýskalandi (held 1935, er ekki með bókina við höndina) notaði Hitler tækifærið til að veita tveimur þýskum drengjum sem urðu fyrstir til að klifra norðurvegginn á Mattehorn gull verðlaun fyrir afrekið. Fullkomlega verðskuldað, saga þeirra er mjög góð ein sér. Þeir hjóluð frá þýskalandi til að klifra vegginn.
  Það var svo mörgum árum seinna að tveir menn urðu fyrstir til að klifra alla 14 8.000m tindana. Þetta voru þeir Reinhold Messner (Ítalía/þýskaland) og Jerzy Kukuczka frá pólandi. Messner varð fyrstu, frægur og ríkur síðast þegar ég vissi var hann evrópu þingmaður og fótbraut sig eftir að hafa læst sig úti og reynt að klifra inn í kastalann sinn. Kukuczka dó hinsvegar á fjöllum, legend meðal klifrara fyrir að vera annar og sá sem klifraði alla tindana annað hvort eftir nýrri leið eða um vetur. Báðir ótrúlegir menn sem þeir bestu mæla sig enn við í dag.

  Þeir voru báðir tilnefndir til að fá brons verðlaun á Ólympíuleikum og Bonington varð að orði “what does a man have to do to get a gold these days?”

  Ég var svo einhvern tíman að spjalla við góðan vin sem er leiðsögumaður á Nýja Sjálandi. Einhvern vegin förum við að spjalla um klifursögu og það kemur fljótlega í ljós að eina nafnið sem hann þekkir er Edmun Hillary. Ég sannfæri hann um að sem fjallaleiðsögumaður væri nauðsynlegt að geta rætt helstu atriði klifursögunar við áhugasama kúna. Hann var auðsannfærður (enda fullkomlega rétt hjá mér) og ég létt hann frá The Climbers. Það líða nokkrir dagar og einn morguninn kemur hann inn i matar tjaldið okkar í Skaftó, sest niður og segir hugsi: “This Walter Bonnati was quite the hero!”. Ég fór bara að hlægja og nóteraði þessa setningu í Skaftafells dagbókina sem “understatement of the day.” Svona fyrir þá sem ekki eru fullkomlega inni í sögunni er þetta eins og að segja að Pele hafi verið ágætur í fótbolta eða að Lance Armstrong nokkuð góður að hjóla.

  Ég hef reyndar nokkrum sinnum reynt að segja þessar sögur sem brandara (mér finnst þetta sjálfum óendanlega fyndið). En árangurinn létt á sér standa. Vona samt að einhverjir sjá húmorinn í þessu. Ef ekki þá eru amka 5 mínútur búnar af vinnudeginum!

  kveðja úr sófanum! (sumir ættu kannski að fá sér áhugamál!)
  Sófacore

  #52027
  3110665799
  Meðlimur

  Olympíuleikarnir voru 1936 í Berlín, bara svona til að hjálpa.
  Held að þetta hafi ekki verið gamansaga heldur ertu að snabba að þér verði veitt verðlaun ef ekki af hendi klúbbsins þá heiðursmannalaun fjallamanna eða stórriddarakrossinn.

  Valli

  #52028
  1908803629
  Participant

  Þakka fyrir frábært innlit í fortíðina, maður þarf greinilega að fara að lesa meira um þessa kappa.

  #52029
  0703784699
  Meðlimur

  Bara svo ég skilji þetta, er Hillary þá hard core eða Walter Bonatti?

  Hillary step vs. Bonatti pillar?

  Því miður að þá nær maður víst aldrei að klífra Bonatti pillar héðan af og svo ég best viti að þá voru það Jökull og Ási moli sem náðu því einir íslendinga f. hrunið ´97?

  En held það sýni soldið áhugann að þekkja bara Hillary, sem nota bene væri einsog að geta bara nefnt Everest sem 8000 metra tind, eða bara þekkja 7 summits með nafni af fjöllum heimsins. Þetta er það sem útlegst á engilsaxnesku sem houshold name, eitthvað sem allir kunna, vita og þekkja og telst ekki til vitneskju heldur frekar common sense eða álíka.

  Hvort ertu í FÍ eða Ísalp?

  kv.Himmi

  #52030
  2806763069
  Meðlimur

  VÆI: Ég skrifaði þetta nú reyndar bara til að stytta mér stundir og kannski einhverjum öðrum. Hvað verðlaunaafhendingar varðar legg ég til að bíða í nokkur ár. Þá verður vonandi hægt að tilnefna þig (og vonandi fleirri) til stórriddara kross fyrir mikið, árangursríkt og óeigingjarnt starf í skálanefnd Ísalp.

  Hillary vs. Bonatti er eins og að segja Pele vs. Lance Armstrong.

  #52031
  2502614709
  Participant

  Hva, ég hélt það væri frost á Fróni – bókmenntir og saga. en það skiptir víst ekki máli fyrir suma. Endilega ekki hætta aðskrifa reyndar væri gaman að fá einn mola á hverjum degi. Þetta verður allt bráðnað fyrir jólin sorrý Ívar…..
  Kveðja frá hinu flatlenda Hollandi – en við höfum þó special brownies til stytta stundirnar….

  #52032
  Anonymous
  Inactive

  Þar sem menn eru að tala um bókmenntir fyrir ákafa sófafjallamenn þá er ein bók sem ég keypti erlendis sem heitir ANNAPURNA eftir Mourice Herzog. Þetta er saga sem segir frá fyrstu ferð sem heppnaðist á 8000m tind. Ég keypti þessa bók fyrir mörgum árum síðan og kom mér ekki í að lesa hana fyrr en nýlega. Þessi nýja útgáfa er með formála eftir Joe Simpson þar sem hann kemst þannig að orði að þetta sé „Quite simply the greatest mountaineering book ever written“ eins og hann kemst að orði. Ég verð að segja það að fáar bækur hafa komið mér eins mikið á óvart og gripið mig jafn sterkum tökum eins og þessi. Þarna eru Herzog og Rebuffat upp á sitt besta. Ef þið getið komist yfir þessa bók er hún algert skilyrði fyrir alla vel heppnaða sófafjallamenn að eiga.
  Olli sófafjallamaður með meiru.

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.