Austfirðir

Home Umræður Umræður Almennt Austfirðir

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46056
    2806763069
    Meðlimur

    Allt að gerast fyrir austan. Staddur á Reyðarfirði í smá vinnu ferð. Hér er allt að gerast. Snjór frá efstu tindum og niður í fjöru – og ekki er hægt að kvarta yfir gestrisninni.

    Renndi mér við Oddskarð þegar umsjónamaður svæðisins gaf sig á tal. Vissi ekki fyrr en hann var búinn að starta lyftunni og hringja í kunningja sinn sem kom til að renna sér með okkur frá toppi lyfturnar og eftir krókaleiðum niður í fjörð. Svo var bara reddað fari aftur upp og leikurinn endurtekinn.

    Einnig allt vaðandi í ís hér og einhverjar sögur af einhverjum “vitleysingum” sem komu að klifra um daginn.

    Ef einhverjir hafa hug á alvöru skíðastemmingu um páskanna þá verður Tyrola band á svæðinu (í alvöru, beint frá Austurríki).

    Sævar ferðþjónustu mógúll gefur betri upplýsingar og leigir út húsnæði á fínu verði.

    Tékk it át http://www.mjoeyri.is

    Kv.
    Softarinn

    #54061

    Gott að heyra að það sé eitthvað af ís þarna. Um daginn þegar við vorum þarna á ferð (þ.e. á Reyðarfirði og Eskifirði) var vart hundi út sígandi vegna veðurs og snjóflóðhættu auk þess sem skyggnið var skítt. Svekkjandi að geta ekki tékkað betur á hugsanlegum klifursvæðum. En eftir að við færðum okkur sunnar fór auðvitað ekkert á milli mála að þarna er heilmikið um pótensjal klifur eins og menn vita vel.

    Þar se þú ert svona uppvíraður og sáttur þá er óhætt að gera ráð fyrir að þú klifrir eitthvað og gefir rapport. Bíðum spennt!

    Góða skemmtun…

    #54062
    2806763069
    Meðlimur

    lítið klifur, bara skíðaskór og ál-áxir enda í landi álversins!

    Reyndar voru flottustu leiðirnar líka suður af Reyðarfirði en vegalengdirnar eru nú ekki stórkostlegar þegar er hola í gegnum annanhvern hól!

    #54063
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég átti góðar stundir á þessu skíðasvæði í frægri ferð sem kölluð var austfjarðarþokan.
    Er einmitt mynnistætt þegar við skíðuðum af skíðasvæðinu og niður að sjó.
    Frábær skíðaleið.
    Í þá daga vorum við mikið að velta okkur upp úr gráðum á skíðaleiðum og fundum ekki neitt gráðukerfi annað en hauskúbur.
    Á leiðini niður að sjó var þessi umræða í gangi og hvað leiðin átti að gráðast.
    Í þeim töluðum orðum komu tveir guttar á skíða sleðum rennandi framm úr okkur og eftir það kom ekkert annað til greina en að snara þessum gráðum yfir á íslensku og gefa þessu gráðuna fimm páskaungar.

    kv.
    Palli

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.