Afsláttur fyrir Ísalpara á gistihúsi Grundarfjarðar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Afsláttur fyrir Ísalpara á gistihúsi Grundarfjarðar

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46023

  Eftir að við félagarnir nutum um daginn þeirra ágætu aðstöðu sem er á Gistiheimilinu á Grundarfirði þá datt mér í hug að reyna að ná einhverjum díl í sambandi við verð. Vel var tekið í það og getum við í vetur fengið gistingu fyrir 1500 kall miðað við að við séum í svefnpoka og framvísum félagsskírteininu. Þetta er 25% afsláttur af venjulegu vetrarverði.

  Eins og flestir vita þá höfum við verið með sérdíl á Stóra Vatshorni í Haukadal, þ.e. fengið að koma þangað á veturna en það er annars lokað öðrum. Nú hefur gistiheimili Grundarfjarðar bæst við og það segir sig sjálft að algert skilyrði er að Ísalparar sýni það að okkur er treystandi og kunnum að meta það sem fyrir okkur er gert.

  Vildi spreyja um þetta um leið og ég fékk þetta staðfest svo menn geti þá farið að nýta sér þetta sem fyrst. En ég mun senda frekari upplýsingar á stjórnina sem þá getur sent út formlega frétt. Geri eiginlega bara ráð fyrir að hún sé sátt við þennan ráðahag.

  Áfram Ísalp!

  #52406
  Smári
  Participant

  Snillingur!!

  #52407
  Gummi St
  Participant

  þetta er snilld… hef einmitt verið að velta fyrir mér hvað það væri gaman að kíkja þangað vestur í helgarferð

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.