Afrek helgarinnar

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Afrek helgarinnar

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45271
  0801667969
  Meðlimur

  Fórum tveir nafnarnir á Eyjafjallajökul á laugardeginum. Fórum upp úr Lágunum, upp Grýtuhrygginn og upp með Skerjunum að Goðasteini. Greinilegt er að ekki er fjölfarið um Jökulinn þessa dagana því engin ummerki voru eftir mannaferðir þarna uppi. Rákumst þó á Bjössa Ólafs ásamt sjö öðrum efst í Skerjunum. Minn maður var á snjóþrúgum! Hvað er eiginlega í gangi?

  Þegar Björn byrjaði að telemarka þá var efra skíðið alltaf fyrir framan m.ö. “ hann sneri aðferðinni við þó með ágætum árangri. Samt óþarfi að fara yfir á snjóþrúgur.

  Glimrandi færi var niður með Skerjunum og skíðað niður á brún. Skerjaleiðin er mun fallegri og skemmtilegri leið á allan hátt heldur en Seljavallaleiðin. Hvað afrekuðu aðrir um helgina?

  Kv. Árni Alf.

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.