Aðstæður, mannvonska ofl.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður, mannvonska ofl.

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46118
  2806763069
  Meðlimur

  Loksins, loksins. Það er hætt að rigna og hægt að fara út og skemmta sér. Í anda þess að það er komið vorveður (eða var það amk. í gær) fór undirritaður ásamt honum Stebba (Steppó) og einum Svía á NW-vegg Skarðsheiðar í gær, laugardag. Aðstæður voru fínar, ekki það auðveldasta sem ég hef séð á þessum vegg en öllu jafna nægur ís. Veðrið var vægast sagt frábært. En það áhugaverðasta af öllu var að horfa yfir í næsta vegg (man ekki hvað það horn heitir, Heiðarhorn eða Skarðshorn?) þar sem leiðin Dreyrir (eða var það Dreitill) er. Sú leið lítur vægast sagt massa vel út.
  Reyndar sáum við félagarnir að fjórir menn gengu fram hjá veggnum okkar með bakpoka og gætu þeir allt eins hafa verið að koma úr áðurnefndri leið. Ef svo er væri gaman að frétta eitthvað um þá för.

  Hvað er svo annars að gerast með þennan vef. Það eina sem er skrifað hérna er eitthvað pólitískt bull og snjóbretta væl. Reynið nú að hafa þetta skemmtilegt. Kom on hver nennir að lesa eitthvað eftir Sif Friðleifs hér á vefnum, lærðu menn ekkert á öllum vanefndum föður hans Prins Póló hér um árið. Ég gef allavegaða lítið fyrir svona pakk. Snjóflóðaýlirinn minn hafði að minnsta kosti ekki lækað neitt í verði, hann var dýrar ef eitthvað var.

  Og hvað er þetta svo með þetta snjóbretta, telemark, fjallaskíðarifrildi. Svar mitt til þeirra sem voru að því tuði um daginn er einfalt. Þetta er heimasíða Ísalp sem eru samtök þeirra sem hafa áhuga á fjallamennsku. Ef þið þurfið að tjá ykkur á prenti um bretamennsku eða telemark þá gefið út ykkar eigin rit eða skíðið og brettið niður einhverjar klifurleiðir, þá kannski er ástæða til að tala um það í ársritinu. Annars eru örugglega til heimasíður fyrir svona planka dót. Hér skal samt tekið fram að leiðin sem Hilmar, Jökull og fleiri skíðuðu niður í Esjunni fyrir 15mín af frægð þarna um árið telst samkvæmt mínum bókum ekki vera klifurleið, þó ég myndi kannski ekki skíða þar niður.
  Eða eigum við kannski að hafa líka pistla frá jeppaköllunum, mig minnir amk að eitt fyrirtækið kalli sig Fjallamenn Íslands.

  Að lokum fyrir þá sem eru enn að lesa þessa langloku mína og langar enn að klifra ís.
  Það er mjög líklega ís á eftirtöldum stöðum auk Skarðsheiðar. Hestgili, Eylífsdal, Villingadal (uppi á Draga) og Haukadal.
  Ef einhver býr yfir frekari upplýsingum þá látið endilega vita.

  Vonandi hefur mér tekist að ergja einhvern núna og jafnvel gefa einhverjum nothæfar upplýsingar. Ég nenni hinsvegar ekki að rífast um þessi atriði. Lítið bara á skrif mín þannig að það sem frá mér kemur séu lög, því ég er HARDCORE.

  Kv.
  Ívar, ljúfur sem lamb.

  #47808
  2412773219
  Meðlimur

  Fórum tveir félagarnir og bröltum upp norðausturhrygg Skessuhorns í góðum fíling. Í bakaleiðinni röltum við fram hjá NW-veggnum og góndum öfundaraugum á ykkur félagana í veggnum. Lítið er því á okkur á græða, hvað varðar leiðina sem þú varst að spyrja um.
  Vonum bara að þriðja teymið hafi verið hafi verið að gera eitthvað gáfulegt (veit ekki hvort norðausturhryggurinn teljist þar með hehehe) þennan fjandi fína dag…….heiðskýrt, logn og sólbað uppi á toppi…..vantaði bara bjórinn!!!!
  Það er alla vega enn von fyrir okkur mannfólkið sem vill „plampa“ skaflajárnað til fjalla

  Kv. Maggi

  #47809
  Sissi
  Moderator

  Sælir.

  Þó að ég sé búinn að brenna brettið og fjárfesta í nýjum rennslisgræjum eftir að ég sá ljósið þá var nú ekki alveg jafn hardcore leið og sú sem þið gónduð á í boði á okkar matseðli.

  Við (ég, Freysi, Hemmi, Eva Dögg) tókum norð-austur hliðina í Skessuhorni, ekki hrygginn nota-bene, fundum okkur bara einhverja sniðuga línu þarna og var það hin mesta snilld.

  Toppuðum í blankalogni og sól. Snilldardagur. Þið lúkkuðuð feitt þarna uppi.

  Hils,
  Sissi

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.