Aðstæður

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46091
  AB
  Participant

  Við Halli G klifum Ýring í Brynjudal í eflaust fínum aðstæðum, neðstu höftin voru allblaut en efsti fossinn var í lagi. Olli og Palli voru þarna líka rétt á undan okkur og geta sennilega dæmt um hvort þetta voru ídeal aðstæður eður ei.

  #47712
  Anonymous
  Inactive

  Við Palli vorum þarna og vara efsta haftið í alveg ágætis aðstæðum þ.e. alveg þokkalega pumpandi og mjög gaman að klifra það. Leiðin öll er alveg fyrsta flokks leið fyrir þá sem vilja klifra ís með nærri engri aðkomu. Eitt sem vakti athygli okkar Palla var að við kíktum fyrst inn í Brynjudal og ætluðum að kíkja á Snata og Nálaraugað og keyrðum við inn mjög fínan veg sem er kominn þarna og gátum við keyrt alveg inn undir leiðrinar sem opnar þægilega aðkomu að frábæru ísklifursvæði. Svæðið reyndist ekki vera í aðstæðum en nóg að vatni þarna þannig að þegar frostið kemur kemst þetta svæði í frábærar aðstæður.
  Kveðja Olli

2 umræða - 1 til 2 (af 2)
 • You must be logged in to reply to this topic.