Aðgengi að Valshamri

Home Umræður Umræður Klettaklifur Aðgengi að Valshamri

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46618
  Skabbi
  Participant

  Sælt veri fólkið

  Mér barst það til eyrna í morgun að hópur klifrara hafði orðið innlyksa í sumarbústaðalandinu í Eilífsdal eftir kvöldstund í Valshamrinum í gær. Þegar þau ætluðu heim um hálf-ellefuleytið hafði hliðinu inn í sumarbústaðahverfið verið lokað og því læst með hengilás. Þau þurfti því að leita á náðir íbúa í hverfinu til þess að hleypa sér út. Ástæðan ku vera innbrot í bústaði nú í sumar, auk þess sem kvartað hafi verið undan hávaða í klifrurum langt fram á nótt.

  Þetta eru slæm tíðindi þykir mér, þar sem Valshamar hefur um langt skeið verið vinsælasta klifursvæðið í nágrenni Reykjavíkur. Ef hliðið verður framvegis læst á kvöldin takmarkar það mjög aðgengi að klettinum. Nú veit ég ekki hvort ÍSALP hefur í gegnum tíðina verið í e-u sambandi við sumarbústaðafélagið á svæðinu en mér finnst svo sannarlega vera ástæða til þess að tala við það núna. Mér skilst að þessi ákvörðun sé runnin undan rifjum formanns félagsins. Ég fer því fram á að átorítet í nafni ÍSALP setji sig í samband við téðan formann og setji fram sjónarhorn okkar. Við getum ekki látið henda okkur á dyr án þess að hreyfa legg né lið!

  Skabbi

  #50595
  1704704009
  Meðlimur

  Það getur verið að bústaðafólkið sé uggandi vegna innbrota og vilji læsa þarna innfrá tímabundið (þótt það sé engin lausn gegn innbrotsþjófum þannig lagað) en samsæri gegn klifrurum er neðarlega á listanum tel ég. Allra síst að einhver sé að læsa keðjum til að hefndarskyni fyrir hvaðeina.

  Þetta byggi ég á því að í vetur átti ég keðjumála samtöl við Eilífsalsbúa þar á meðal Heimi nokkurn í stjórn sumarbústaðafélagsins. Ekkert af þessu liði var illa við klifrara og vildi koma einhverjum skilaboðum á framfæri um að þeir ættu að haga sér svona eða hinsegin – hvað þá að einhver hefði ama af þeim og vildi læsa þá inni.

  Líka má benda á að Gísli bóndi á Meðalfelli hefur beinlínis boðist til að sýna klifrurum auðveldasta aðgengið að Valshamri þannig að það er um að gera að nota hann. Og fyrir komandi vetur má líka nota Gísla fyrir ísklifrið.

  En það er sjálfsagt að kanna öll þessi mál betur. Þetta er í grófum dráttum staðan í dag.

  #50596
  Björk
  Participant

  Var þarna í gærkvöldi. Fórum út um kl. 21:30 og þá var hliðið læst. Það kom sumarbústaðareigandi rétt á eftir okkur og opnaði fyrir okkur, hann sagði okkur að það væri búið að ákveða að læsa hliðinu kl. 22. Ég skil vel að sumarbústaðareigendur vilji læsa hliðinu, það gerir innbrotsþjófum augljóslega erfiðara fyrir.
  Maður getur náttúrulega bara lagt bílnum fyrir utan hliðið og rölt upp að klettunum þá læsist maður ekki inni.

  #50597
  Skabbi
  Participant

  Halló aftur

  Það var ekki svo að skilja að hliðinu hafi verið læst í hefndarskyni við rymjandi og stynjandi klifrara, eða að því hafi verið læst beinlínis til að klófesta menn. Það er einfaldlega stefnan að læsa hliðinu á kvöldin, sem takmarkar mjög aðgengi að klettinum. Hvort sem þessum aðgerðum er beint gegn ræningum og óþjóðalýð eða klifrurum gildir einu, útkoman fyrir okkur er sú sama.

  Ef til er önnur leið að Valshamri sem ekki felur í sér akstur í gegnum sumarbústaðahverfið er sjálfsagt að nota hana. Ég geri mér samt ekki grein fyrir því hvar sá vegur gæti legið. Ef e-r veit betur má sá hinn sami gjarnan upplýsa okkur hin.

  Skabbi

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.