Að byrja í ísklifri

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Að byrja í ísklifri

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47225
  Bergur
  Participant

  ég er 17 ára og hef mikinn áhuga á að prófa þessa íþrótt.. En ég þekki engin sem stundar þetta, eru einhver námskeið eða eitthvað álíka tilþess að hjálpa manni af stað?

  #56860
  2308862109
  Participant

  Sæll Bergur

  Á veturna þegar aðstæður leyfa þá hafa Íslenskir fjallaleiðsögumenn í samstarfi við Ísalp staðið að ísklifurnámskeiðum og fjallamennskunámskeiðum fyrir byrjendur.
  Dagsetningar fyrir þau námskeið í vetur eru ekki komnar en endilega fylgstu með hérna á vefnum.
  Að sækja þessi námskeið er frábær leið til þess að koma sér af stað.

  Kv Dóri

  #56872
  Arni Stefan
  Keymaster

  Svo má benda á björgunarsveitirnar líka. Nýliðaþjálfunin hjá björgunarsveitunum getur verið mjög góð undirstaða til þess að byggja frekari útivist á. Þar eru haldin mörg námskeið sem nýtast vel s.s. fyrsta hjálp, rötun og fjallamennska. Þar ættir þú líka að geta kynnst einhverjum ísklifrurum og ekki skemmir fyrir að láta gott af sér leiða.

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.