Re: Ýringur

#57292
Freyr Ingi
Participant

Styrmir og Freyr fóru Ýring í dag.

Slatti af snjó í gilinu gerir stuttu íshöftin styttri, sæmilegur ís.

Efsta haftið var alveg sílspikað af afbragðs ís, þurr og kaldur en ekki brothættur.

Gengum ofar í gilið til að skoða kertin fyrir ofan lokahaft Ýrings en snerum við vegna snjóflóðahættu en töluverður foksnjór var í skálinni efst í gilinu og greinilegur fleki sem hafði farið þar af stað.

Ekki ólíklegt að svipaðar aðstæður séu víðar.