Re: Svar:Snjóflóðaýlar

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóðaýlar Re: Svar:Snjóflóðaýlar

#54770
Sissi
Moderator

Það var einhver snjóflóðaspesíalisti frá Veðurstofunni á æfingu hjá okkur í Bláfjöllum fyrir 1-2 árum, held að hann sé í HSSK?

Hann var með einhverjar 3 týpur sem hann vildi að við skiptum í, og minnir að áherslan hafi einnig verið á það að græjan gæti skipt yfir í sendingu sjálf.

Þetta var örugglega X1 minnir mig, einhver Pieps og svo einhver þriðji, það er kannski einhver að lesa þetta sem man eftir þessu?

Annars hef ég alltaf haft það að athuga við Barryvox (athugið að það er fullt af merkjum sem selja þá sem sína, t.d. Mammot) að maður getur klunnað að kveikja á þeim að morgni, sem er t.d. ekki hægt með Ortovox.

Var með félögum mínum í Frakklandi, skíðuðum í Le Tour backside 2 bunur, í þriðju var komið stórt flóð og við eyddum restinni af deginum í að leita að 5 fórnarlömbum. Komum heim og þá var slökkt á Barryvox hjá öðrum stráknum sem var með mér. Hafði verið það allan daginn.

Fíla þessa Murphy nálgun hjá Ortovox að bjóða ekki upp á þetta.

Sissi